Litlu jólin tvisvar sama daginn!!!

Sl. föstudag fór ég á tvenn "litlu jól". Fyrst í skólanum sem var mjög gaman og svo um kvöldið fórum við á hin árlegu litlu jól á Kirkjuteignum. Þar voru allir mættir og verður að segjast að þetta var alveg einstaklega skemmtileg kvöldstund.

Maturinn var að sjálfsögðu frábær hjá mömmu gömlu og þegar allir voru búnir að éta á sig gat hófust skemmtiatriðin með því að UG family sló um sig með spurningaleik þar sem verðlaunað var á afar jafnréttissinnaðan hátt, svo ekki sé meira sagt. Hjörturinn þandi bassann í "All shook up" að hætti Elvis karlsins Presley. Svo steig á stokk í fyrsta en ekki síðasta sinn "The Gudmundsson family singers". Bandið samanstóð af undirrituðum á gítar og raddbandaþeytingi, Andri spilaði á gítar af sinni alkunnu hógværð, Bergur Óli tók við bassanum af lilla bró sem sat við trommusettið og sló taktinn. Frú Pedersen þandi svo raddböndin af alkunnri snilld og í síðasta laginu sungum við tvíraddað, þó svo að ég efist um að nokkur viðstaddra hafi lagt eyrun eftir því (slíkur var kjaftagangurinn). Við slógum varla nokkur feilpúst en munum vafalaust mæta margfalt betri að ári og þá verður fólk sektað fyrir að geta ekki haldið sér saman þegar aðrir í fjölsk. stíga á stokk. Árni Freyr og Haddi hennar Kollu slógu svo í gegn í líki Páls Óskars og Móniku og Kolla túlkaði flutninginn með leikrænni tjáningu og dansi. Svo stóð systirin í hópnum fyrir fleiri leikjum eins og "Útsvari" þar sem bræður vorir sýndu snilldartakta í leikrænni þjáningu!!!

Sannarlega ljúf og skemmtileg kvöldstund þar sem allir voru mættir og tveir laumufarþegar að auki.

Annars er bara allt að verða tilbúið fyrir jólin á H4, sígrænatréð verður keypt í dag og vafalaust skreytt. Pakkarnir eru tilbúnir og ekkert eftir nema að lesa jólaguðspjallið og syngja jólasálmana, eða þannig!!!

Í gær tókum við svo hesta á hús, þ.e.a.s. Bergur og afi en við hinir aðstoðuðum við gjörninginn. Þá getur afi haldið gleðileg jól fyrst hestarnir eru komnir inn.


eldri í dag en í gær!!!

Í kvöld fórum við í 45 ára afmæliskaffi hjá Kollu litlu frænku og hennar ekta kærasta Hadda. Það þarf ekki að spyrja að því að veislan var í alla staði vel heppnuð. Veitingar snyrtilega fram bornar og nóg af öllu þó svo að fjölmenni hafi látið sjá sig þessa litlu fallegu kvöldstund í faðmi jólaljósanna í Sandgerði.

Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að ef systurdóttir mín litla og sonurinn minn stutti eru orðin tvítug þá reikar hugurinn rúma tvo áratugi aftur í tímann og maður veltir fyrir sér hvað maður var sjálfur að vesenast við tvítugsaldurinn. Það er nú ekki svo langt síðan finnst manni. Niðurstaðan verður svo óumflýjanlega sú að maður er sjálfur orðinn nokkuð eldri en þá og þegar maður horfir á þetta unga fólk sem á framtíðina fyrir sér þá veltir maður líka fyrir sér sinni framtíð.

En á einum stað segir að maður geti ekki breytt fortíðinni og að framtíðin sé óskrifað blað. Þess vegna eigi maður að lifa í núinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Svei mér þá ef þetta hefur ekki síast inn í mína lífssýn á þessu ári mikilla breytinga og sviftinga.


Frábærir tónleikar

Annasöm helgi að baki. Á föstudagskvöldið fórum við ektahjónin á jólahlaðborð hjá Alp bílaleigu í húsakynnum B&L. Ansi hreint sérstök samkoma!! Svo fórum við á jólafund Sindra í gærkvöldi og það var sko í góðu lagi og rúmlega það. Þreytt og ekki laust við að við værum smá ryðguð eftir þá veislu. Svo var veislunni haldið áfram í kvöld þegar við þeyttumst í Hafnarfjörð á tónleika Ellenar og KK í Bæjarbíói. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þann viðburð. Hann var í alla staði frábær.

Svona er aðventan oftast hjá okkur. Bæði annasöm og innihaldsrík. Ekki skemmdi svo fyrir þegar vinir okkar Jói bílasali og Ragga kona hans frá Hvammstanga birtust í kaffi seinni partinn í dag. Góðir gestir þar á ferð.

Vonum bara að vikan verði öllum góð og að þeir sem bíða lausna fái svör og að þeir sem þjást fái lausn frá þrautum. Gleðilega aðventu gott fólk.

 


1. áfangi

Þá er 1. áfanga náð á leiðinni til betra lífs.
Í dag var þessi áfangi staðfestur og takmarkinu sem sett var í upphafi náð á tilsettum tíma, reyndar viku fyrr en það er bara bónus. Danska fósturbarnið er að ná áttum og hefur snarbætt hegðun sína. Þessa vikuna í það minnsta!! Þá er bara að vona að jólastússið fari vel í fósturbarnið. Áttum svo notalega stund með öðrum foreldrum danskra fósturbarna, drukkin jólaglögg og girnilegar veitingar snæddar - allt að dönskum sið að sjálfsögðu.

Ég nota tækifærið og óska sjálfum mér til hamingju.


Bloggleti eða bara leti ???

Að undanförnu hefur hrjáð mig bloggleti.
Hef ekki mikla tjáningarþörf (ótrúlegt en satt!!) og því haldið mig til hlés.
Frá fáu að segja nema að lífið er yndislegt og varla hægt að ætlast til meira en okkur er rétt.

Það eina sem mig langar kannski að tjá mig um er að Fréttablaðið hefur hætt dreifingu í Reykjanesbæ og því höfum við látið af útburði um sinn í það minnsta. Þetta hefur verið frábær hreyfing og ágætis laun fyrir unglingana og því munum við vafalaust leita að nýjum tækifærum á þessum vettvangi.

Fyrst ég er nú byrjaður að tjá mig þá vil ég láta þess getið hér að ég er svo sæll með að búa ekki fyrir norðan í snjó og fannferginu sem er þar nú. Þegar ég fékk skilaboð í vikunni um veðurfarið í firði Hrútanna þá sannfærðist ég endanlega hversu gott er að búa hér og þurfa ekki að vera við kennslu úti í alls konar veðri.

Ekki fleira að sinni,
góðar stundir.


Góður dagur

Gærdagurinn var einstaklega góður dagur fyrir margra hluta sakir. Fyrst skal nefna að frú IP hélt upp á fertugsafmæli sitt og um leið fögnuðum við tvítugsafmæli frumburðarins. Allur þessi fagnaður fór fram í friði og spekt, engin slagsmál, enginn piparúði eða neitt slíkt sem hefur einkennt háttalag landans sl. daga. 

Í öðru lagi vorum við svo lánsöm að fá til okkar einstaklega góða gesti, bæði vini og ættingja sem komu til að samfagna og allir voru glaðir.

Í þriðja lagi voru veitingar frúarinnar einstaklega vel heppnaðar og virtust fara vel í gesti og magnið sem reitt var fram var einmitt þannig að hóflega mikið var eftir.

Eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig þetta hefur farið í danska fóstubarnið!!! Það mun koma í ljós í dag þegar við fáum úrskurð vikunnar. Það er með þetta barn eins og önnur börn að það þarf að sinna því en einstöku sinnum verður maður að leyfa því að sleppa fram af sér beislinu. Eins og ég sagði við einn veislugesta í gær þá er hægt að lifa með svona dönsku fósturbarni en það á ekki alveg að stjórna lífi manns.

Svo mörg voru þau orð. 


Og frúin hlær þá fertug er...

Wizard  Ótrúlegt er það en engu að síður satt. Ingunn er fertug í dag. Þessi unglingur er bara að verða komin í fullorðinna kvenna tölu. Síðustu daga hefur allt verið á öðrum endanum við undirbúning smá kaffisamsætis ef ske kynni að einhver myndi droppa við í dag. Búið er að baka, þrífa, baka meira, þrífa meira, hengja upp myndir, versla, spá og spekúlera fram og til baka. Það er svo bara vonandi að einhver birtist til að smakka á kræsingunum og heilsa upp á stór-afmælisbörn vikunnar.  Wizard

Heart Elsku Ingunn Heart

Við óskum þér innilega til hamingju með daginn og vonum að þú njótir hans og aldursins líka.
Við elskum þig allir.

 Strákarnir þínir allir fjórir InLove

 ps. það verður heitt á könnunni eftir hádegi


Framsóknargrín

Lesist með málrómi Guðna Ágústssonar.

Þar sem tveir Framsóknarmenn koma saman þar er spegill  Tounge


Afmælisdrengur

Í dag 19. nóvember eru liðin 20 ár frá því að okkur IP fæddist yndislegur, heilbrigður og fallegur drengur. Þetta var einn af mestu hamingjudögum í okkar lífi og tvímælalaust sá stærsti fram að þeim degi. Maður breyttist frá því að vera áhyggjulaus afglapi í að vera ábyrgur faðir. Hversu ábyrgur verður ósagt látið en ég held að við höfum alla tíð reynt að leggja okkur fram um að sinna okkar skyldum eins vel og við höfum vit og þroska til. Útkoman er þessi m.a. þessi litli drengur okkar sem verður tvítugur í dag 19. nóv., nánar tiltekið kl. 11:38 ef ég man rétt. Hversu stoltur getur maður verið??? Við IP erum í það minnsta brjálæðislega stolt og lukkuleg og þakklát fyrir að hafa fengið að eignast slíkt eintak sem Andri Már er.

Þessi drengur er m.a. einstaklega ljúfur, glaðlyndur, hnyttinn í tilsvörum, stríðinn, hlýðinn, ábyrgur, fyndinn og á allan hátt hvers manns huglúfi. Við foreldrarnir gætum verið í alla nótt að mæra mannkosti hans.

Elsku Andri Már. Innilega til hamingju með 20 árin. Við vonum að þú eigir góðan dag og bjarta framtíð Wizard 

Fyrir þá sem vilja kíkja á afmælisbarnið þá verður heitt á könnunni á H4 eftir hádegi á sunnudag og þá fögnum við líka fertugsafmæli móðurinnar á heimilinu Whistling   Wizard


Ekki fyrir viðkvæmar sálir

Þessa dagana hef ég ekki mikinn áhuga á að blogga. Ýmislegt kemur til sem ekki verður rakið hér.
Hins vegar fékk ég svo kjarnyrt bréf í tölvupósti í gær að ég einfaldlega varð að láta það flakka hér. Hver segir svo að íslenska þjóðin sé ekki reið yfir ástandinu? Pétur Blöndal hélt reyndi að halda því fram á Bylgjunni í liðinni viku.

Bréfið fékk ég frá aldraðri föðursystur minni á Skaganum sem sennilega hefur bliknað og blánað yfir talsmátanum en sendi bréfið vítt og breitt öðrum til uppörvunar og gleði. Haldið ykkur fast!

 

Hún hefur ansi "góðan" orðaforða þessi unga kona !!!

Ung kona frá Egilstöðum skrifar um mál málanna og sýnir það hvað fólk er yfirvegað og sýnir mikla stillingu á þessum erfiðu tímum.

Hér er greinin:
Ég er að reyna að komast ekki á reiðistigið í "sorgarferli" mínu í umrótinu sem ríður öllu í dag. En, það er að mistakast og maður sér alltaf í bíómyndum að maður eigi að "skrifa" sig frá því sem plagar mann. Só itt gós.....



FOKKJÚ SKÍTA ANDSKOTANS HELVÍTIS DJÖFULSIN DRULLA...... Takk andskotans drulluháleistar sem skriðu úr endaþarmi móður ykkar, "útrásarvíkingatussur". Takk fyrir að stofna lífshögum mínum í hættu. Takk fyrir að ógna félagslegu öryggi mínu. Takk fyrir að stofna fjárhagslegu sjálfstæði mínu í hættu. Takk fyrir að gera börn mín eilífðar skuldbundin Rússaandskotum eða Alþjóðaglæpagjaldeyrissjóðnum. Takk fyrir að gambla með peningana mína fyrir lystifokkingsnekkjur og rándýrar íbúðir á uppsprengdu verði í helstu höfuðborgum heims. Takk fyrir að vera ósýnilegir en forhúðarostalyktin kemur upp um ykkur helvítis sveppagerlarnir ykkar. Hvar eru forsíðurnar nú af ykkur akandi um á Lexusum og Range Roverum? HVAR ERU FOKKING PENINGARNIR OKKAR? Ætlið þið að borga húsnæðislánið mitt, sem er þó íslenskt verðtryggt, en á ábyggilega eftir að rjúka upp í óðaverðbólgu? Djöfull þurfið þið EKKERT að pæla í slíkum smáskít kampavínssjúgandi lirfubellir, ánamaðkar holræsisins, saurbjöllukúkarnir ykkar. Hálfvitar, þið hafið gert Ísland að endaþarmi andskotans og þjóðina að gyllinæðinni. Takk fyrir það. Ef einhverntíman kemur til þess, helvítis andskotar, að ég missi þakið yfir höfuðið, get ekki gefið börnum að borða eða veitt þeim heilbrigðisþjónustu. Þá skal ég láta ykkur vita eitt.
Heimurinn er lítill og það er ekki nokkur kjaftur á þessu andskotans guðsvolaða skeri sem hefur nokkurra hagsmuna að gæta gagnvart ykkur.

Svo mörg voru þau orð í þessari sunnudagshugvekju h4.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband