Allt verður einhvern tímann fyrst...

Þar kom að því. Flestir eru nú farnir að blogga.
Ég tók ákvörðun í dag um það að skrá hjá mér í dagbók allt í kringum þetta stóra skref okkar í fjölskyldunni að flutningunum suður í húsið okkar í Njarðvík. Bloggið ber nafnið h4 því það er skírskotun í húsið, þ.e. Hæðargötu 4 og við höfum fengið nýtt netfang sem einmitt er h4@simnet.is (einfalt, sniðugt og gott að muna!!!)

Í myndamöppuna erum komnar nokkrar myndir frá fyrstu helginni sem við eyddum í húsinu. Okkur leið mjög vel og sættum okkur fullkomlega við að búa við þröngan kost svona fyrst um sinn, enda stutt í góða ættingja og vini sem hafa helst áhyggjur af því að við munum horfalla (eins og það er nú líklegt) miðað við það hversu duglegir allir eru að bjóða okkur í mat. Við gömlu hjónin (eins og við fíluðum okkur um helgina) áttum ekki mjög svefnsamar nætur, og það kom ekki til af góðu. Flugvélaþyturinn vakti okkur á ókristilegum tíma. Það mætti halda að við værum að sofa í Reykjanesbæ í fyrsta skipti. Reyndar var þetta nú bærilegra seinni nóttina enda var okkur sagt að þetta myndi nú venjast fljótt. Svona er maður nú fljótur að venjast og afvenjast hlutunum í umhverfinu.

Við hófum framkvæmdirnar með því að mála herbergið hans Andra litla en það er í forstofunni. Mér datt nú í hug að hann hefði valið þetta herbergi til að vera fljótur út ef í harðbakka slær á heimilinu. Hann er búinn að vera svo lengi út af fyrir sig og þarf því örugglega að venjast því að búa með ráðríkum foreldrum og ofspilltum brærðum (að hans sögn). Nú svo var forstofan máluð og svo litla herbergið innst á ganginum (Marhissu herbergi !!). Við undirbjuggum herbergið hans Bergs til málunar og um þessa helgi er fyrirhugað að mála það og einnig herbergið hans Hjartar. Hjörtur fær stærsta herbergið því hann  á vorkunn bræðra sinna vegna þessara flutninga.

Andri Már er líka búinn að prófa að gista á Hæðargötunni. Honum líkar nú ekki illa að hafa heilt einbýlishús út af fyrir sig. Hann málaði inn í skápana í anddyrinu, teipaði meðfram og prófaði baðkarið.

Meira seinna.
ÞG


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband