Bláregnsslóð

Þá er önnur vinnuhelgin á Hæðargötunni liðin.
Undirritaður sinnti reyndar sínum verkum í húsinu lítið því við Unnur systir erum að berjast í lokaritgerðinni okkar við KHÍ og því lenti málningarvinnan að mestu á Ingunni og strákunum. Búið er að mála öll herbergin og ganginn. Brúni veggurinn hjá Hirti þurfti mikla vinnu því hann var mjög illa farinn en þetta er allt að smella hjá okkur. Reyndar kom Hjörtur Geir sár og meiddur úr skólaferðalagi sem hann var í. Hópurinn skellti sér á skauta og sennilega hefur hann verið í of þröngum skautum því hann var með stórar blöðrum á báðum fótum og gat illa hreyft sig.

Andri Már er ekki mjög hrifinn af málningarvinnu og er duglegur að finna sér önnur verkefni. Hann ásamt bræðrum sínum reif niður borð og hillur í kjallaranum og Bergur undirbjó fyrir málningu í sjónvarpsherberginu. Renaultinn hennar Ingunnar var bónaður og við enduðum helgina í kaffiboði hjá fröken Kolbrúnu Ósk og hennar heittelskaða Sandgerðingi honum Hadda. Flott boð og gaman að koma til Sandgerðis. Amma Ollý klikkaði ekki á snillanum á laugardagskvöldið svo feita fjölskyldan var vel mett. Nonni, Fríða og Katla kíktu í heimsókn og líka hún Jóhanna Ísfirðingur sem tölti yfir götuna með mömmu sinni. Fastagestirnir og Gudda frænka, Oddgeir og fjölskyldan á Greniteignum litu við til að taka út verkið og hvetja okkur áfram í baráttunni við málningarvarginn ógurlega. Við kveiktum upp í arninum og nutum þess að heyra snarka í brenninu.

Annað mál. Í flestum betri sjónvarpsþáttum, eins og t.d. Aðþrengdum eiginkonum, er nýjum nágrönnum einstaklega vel tekið með ýmsum hætti. Alls konar matargjafir og kostaboð eru á boðstólum og allir una sælir við sitt. Í hinum ævagamla sjónvarpsþætti Nágrönnum, sem synir mínir missa helst ekki af, eru allir íbúarnir vinir (eða þannig) og eru innviklaðir í líf hvors annars. Enn sem komið er er þetta nú ekki svona á Hæðargötunni enda erum við ekki flutt inn. Ég hef ekki séð nágranna okkar nema í mýflugumynd og fannst það alveg ferlega fyndið þegar ég sá nábýling minn í næsta húsi flýta sér að skella hurðinni á eftir sér þegar hún sá að við vorum að skoða lóðina okkar og að það væri kannski smá möguleiki á að við myndum taka eftir henni.
Ég græt það nú ekki að allir nágrannarnir séu ekki grenjandi á hurðarhúninum hjá okkur öllum stundum og er alveg viss um að þetta er allt saman ágætis fólk sem við munum kynnast örlítið betur þegar við flytjum í húsið okkar.
Annars er það að frétta af húsinu að einhverjir óknyttastrákar eru sífellt uppi á þaki á því og fundu hjá sér þörf til að kasta steini í útiljósið okkar og brjóta það (við ætluðum svo sem að fá okkur nýtt!!) þannig að við skiljum ekki alveg hvað þeim gengur til.
Um mánaðarmótin er von á her iðnaðarmanna sem ætla að gera við múrhúðina á húsinu og filtera það allt og gera það tilbúið fyrir málningu. Þessir menn verða á vegum ÁÁ-verktaka. Við liggjum nú yfir litaprufum og höfum rúntað um öll helstu íbúðarhverfi frá Njarðvík að Reykjaskóla í leit að húsum sem okkur finnast flott á litinn ;-)

Um næstu helgi er fyrirhugað að mála kjallarann og vinna að þeim breytingum sem þar eiga að fara fram.

Nýjar myndir í myndamöppunni.

MBK
ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband