Vorkvöld við Hrútafjörð

Eftir því sem Bergur hefur eftir Robba skólabílstjóra er vorið komið við Hrútafjörð. Norðanáttin er mætt með innlögn, hálfgerðri þoku og kulda. Og þá ætti sauðburður að geta hafist.
Það er búið að vera mjög gott veður undanfarið þannig að manni ferst ekki að kvarta. Steini bóndi á Reykjum sagði í fyrra að þetta væri bara svikalogn þegar norðanáttin hafði ekki látið á sér kræla lengi. Enda rættist það, hún mætti blessunin fljótlega með sinni fræsu og með sinn kulda.
Í dag sáum við bæði stóran lóuhóp sem og tjald sem var á vappi í fjörunni. Vafalaust voru þessi grey bæði þreytt og köld.

Fyrir mörgum árum sungu Lóuþrælarnir um vorkvöld við Hrútafjörð og svei þá mér ef þau kvöld voru ekki eitthvað hlýrri og fegurri en í kvöld.

ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband