Hernám hugans

Titill þessarar færslu á við okkur systkinin, mig og Unni systur. Við lukum sem sagt við lokaritgerðina okkar um áhrif Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og nefndum við hana Hernám hugans. Við lögðum okkur öll fram við ritgerðarsmíðina og bíðum spennt eftir þeim stóra dómi sem væntanlegur er.

Annars sá Ingunn að mestu um framkvæmdirnar við H4. Málaði annan helminginn af kjallaranum, þreif og hugsaði um okkur. Synirnir sinntu sínu og stóðu sig vel í því að þvælast ekki fyrir. Andri var að vinna en dvaldist með okkur þess á milli, Bergur reið út með ömmu og Hjörtur var hálflasinn.

Á föstudaginn fjárfestum við í nýju farartæki sem er ætlað yngri bræðrunum. Fyrst um sinn geta þeir æft sig á Reykjaskóla, en Bergur er að fara á ökunámskeið til réttinda á létt bifhjól og getur þá væntanlega séð um sig sjálfur varðandi ferðir til vinnu í sumar. Annars er það ekki síst Hjörtur sem er spenntastur yfir vespunni og þeytast þeir bræður hér um Reykjatorfuna. Ég setti inn mynd af Hirti á "scooter-num" í myndamöppuna.

Verið svo dugleg að kvitta eða skrifa athugasemdir svo við vitum hverjir eru á ferð um bloggheima.
ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

 Gaman að fylgjast með hérna hvernig gengur hjá ykkur.

 Töffararnir verða flottir á vespunni í sumar

Kveðja úr Hafnarfirði

Nonni og fjölskylda

Nonni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:48

2 identicon

Kvitt kvitt

 Gunni Sveins

Gunni Sveins (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband