30.4.2008 | 21:07
Run to the hills
Þessi titill vísar í lagið sem lillinn okkar spilaði á vortónleikunum hjá tónlistarskólanum í dag. Lagið er með Iron Maiden (sem Ella tón bar fram eins og Jón Páll hefði gert) og trommaði Hjörturinn það óaðfinnanlega og spiluðu þeir Danni gítar og Benni Palli með honum. Þetta voru nokkuð stórir tónleikar og sennilega síðustu tónleikar okkar hér á þessu svæði.
Annars er búin að vera stíf norðanátt með bölv... kulda í dag. Svo hvasst var að léttustu nemendurnir voru á mörkum þess að fjúka í fjöruferðinni. Það var nú samt ekki svo hvasst að fullvaxnir karlmenn eins og ég hreyfðust neitt aukalega (sem betur fer!!).
Bergur Óli er búinn að taka tvö samræmd próf og segir að sér hafi gengið vel í þeim báðum. Við vonum að það reynist rétt, alla vega er mjög gott að halda í jákvæðnina og láta hana fleyta sér áfram. Næsta föstudag er svo náttúrufræðipróf hjá honum.
Núna er legið yfir Ikea bæklingnum sem kom í dag og skrifað niður allt það sem á að kaupa um helgina og hvað við feðgarnir eigum að afreka fyrst faðirinn þarf ekki að eyða meiri tíma í lokaritgerðina. Áður en við leggjumst í mikil afrek á H4 er fyrirhugað að "stórfjölskyldan" fari í Þjóðleikhúsið á Sveppa og félaga og sjái leikritið hans Hallgríms Helgasonar Ástin er diskó, lífið er pönk.
Setti myndir af Hirti Geir í trommu-sveiflu í myndamöppuna. Hann á eftir að ná langt á trommunum þessi strákur.
ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:09 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé ekki trommaramyndirnar!!! Hvar eru þær??
Sjáumst í leikhúsinu:)
Unnur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:34
Myndirnar eru komnar inn, smá snúruvandræði
ÞG (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.