1.5.2008 | 22:14
Náttúrufræði og afsal
Langur dagur er að kveldi kominn.
Fjölskyldan er að undirbúa hraðferð til Reykjavíkur strax eftir skóla á morgun. Tilefnið er afhending afsals á H4 kl. 16.30 hjá Remax Lind. Í framhaldinu á að skunda í leikhús þjóðarinnar og svo suður í fasteignina. Fengum nokkrar góðar hugmyndir við það að horfa á Hæðina í kvöld og því á "aðeins" að versla í leiðinni.
Bergur Óli er að fara í náttúrufræðipróf í fyrramálið og var duglegur að læra fyrir það í dag .
Jákvæðni er hans mottó þessa dagana og svei mér þá ef það fleytir honum ekki í gengum þessa erfiðu skafla sem samræmdu prófin eru.
Andri Már var að vinna í dag í "Season"deildinni í Húsasmiðjunni og seldi víst heilan helling af dýrum grillum. Svo ætlaði hann að fara í bíó í boði Frímannsins.
Hlökkum til helgarinnar og sérstaklega mánudagsins því þá fara Ingunn og Hjörtur Geir á fund í Njarðvíkurskóla um valgreinar í 8. og 9. bekk næsta vetur. Svo ætlar Hjörturinn að prófa að setjast á skólabekk í nýjum skóla, í það minnsta fram undir hádegi
Enn er fátt sem minnir á vorið við Hrútafjörðinn.
Okkur langar að hvetja ykkur til að kvitta eða skrifa athugsemdir svo að við vitum hverjir eru á ferðinni í bloggheimum okkar.
ÞG+IP
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ.
Bara að kvitta fyrir komuna
Ella (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.