Mörg er búmanns raunin

Þetta er nú speki sem á við um okkur gömlu hjónin eftir þessa helgi.
Fyrst skal telja að við fórum í afsal hjá Remax-Lind og borguðum síðustu greiðslu af húsinu okkar að H4. Píndum nytsamlegar upplýsingar upp úr Palla seljanda sem var einn á ferð því hans kvinna hún Helga var í Boston. Allt fór friðsamlega fram og allir sáttir. Myljandi hamingja á ferð með að vera orðnir löggiltir Reykjanesbæingar.

Fórum svo um kvöldið (þ.e. öll 10 manna stórfjölskyldan) á Sveppa og félaga í Þjóðleikhúsinu á Ástin er diskó, lífið er pönk og skemmtum okkur stórvel.

Á laugardeginum var undirritaður kominn á rúntinn um 8 leytið og við vorum lögð af stað í Reykjavík um kl. 9.  Fórum í Húsasmiðjuna og svo í IKEA þar sem skyldi kaupa skápa. Ég hef alltaf haldið að allt væri til í IKEA. Svo er nú ekki!! Við fengum bara brot af því sem skyldi kaupa og sumt var sett á bið og annað í pöntun þannig að sennilega verðum við flutt inn og búin að koma okkur fyrir þegar þessir hlutir verða komnir til litla Íslands frá stóra Svíþjóð. Settum svo saman skápinn hans Andra og reyndum að klambra upp skáphurðum hjá Bergi. Ingunn málaði kjallarann en ég var til lítilla stórvirkja því öxlin var í einhverri klessu og því lenti öll vinnan á móðurinni. Það leiddi til þess að hún fór í bakinu á sunnudagsmorguninn þegar aðrar fínar frúr skunduðu til messu. Því var mörg búmanns raunin hjá okkur. Bergur fór í hesthúsið með Kollu frænku í Sandgerði og endaði sú ferð með sár á læri (eða rassi) því Eydís merarskessa skellti honum í fóstujrörðina þegar hann ætlaði að handsama hana og beisla. Með réttu hefði mátt syngja sönginn um fatlafólið okkar fjölskyldu til heilla Wink

Á sunnudaginn vorum við frekar dugleg en kíktum svo í kaffi á Kirkjuteiginn. Svo var haldið heim á leið. Við Bergur fórum heim eftir að hafa lagað tölvuna hennar Stínu mágkonu sem hún hélt að tæki bara 5 mín. en tók 90 mín. Svona er þegar fólk er að tjá sig um það sem það þekkir ekki. Hitastigið fór úr 8 gráðum á háheiðinni niður í 3 gráður á Reykjaskóla. Vorið samt við sig.

Það sem eftir stendur eftir helgina eru 3 litir sem þarf að velja á milli til að tengja saman hæðir tvær á Hæðargötu númer 4.

Blessun sé með yður.

ÞG (skrifað uppi í rúmi með aldraða eiginkonu sér við hlið sem þjökuð er af bakverkjum og nefrennsli.

ps. Hamingja yfir nýja grillinu sem eiginkonan gaf eiginmanninum í fellihýsið hennar (kaldhæðnislegt ekki satt!!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband