7.5.2008 | 09:14
Vorið er komið og þokan líka
Já það er ekki að spyrja að því að þegar útvarpsmenn keppast við að kjafta vor í hlustendur þá mætir þokan í Hrútafjörð. Stundvís eins og farfuglarnir. Í morgun var kaldast á Norðurlandi-vestra hér á Reykjum og á Gjögri á Ströndum. Við njótum þess reyndar að í morgunsárið er stillt og kyrrt veður en hitastigið er ekki til að hrópa húrra fyrir.
Vikan er hálfnuð og satt best að segja er ég hálf feginn. Er eitthvað latur og bíð eftir því að skunda suður á H4 næsta föstudag og koma einhverju í verk þar. Annars er Andri Már búinn að vera svo duglegur að undirbúa komu mína, smíðar og leggur fyrir rafmagni í kjallaranum. Hann lenti reyndar í einhverju útsláttarveseni svo núna hlýtur hann að bjóða Kollu frænku og hennar rafmagnaða sambýlismanni í mat svo hann geti dobblað Hadda í aðstoð með rafmagnið meðan Kolla eldar
Ingunn er komin með morgunkaffið handa karlinum.
ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núhhh það er bara aldeilis að mér var boðið í mat áðan en ef ég væri samviskusöm og kíkt á síðuna ykkar daglega þá hefði ég getað komist að því ekki í gær heldur hinn að til stæði að bjóða mér í mat!!
Annars bara takk fyrir síðast, svaka gaman á leikritinu og rosa flott síða hjá ykkur ;o)
Ps. Svo var mér sagt áðan að enginn venjulegur gestgjafi lætur gestina elda...Og þar sem að Andri Már er svo einstaklega venjulegur þá býst ég ekki við því að þurfa að elda :D
Auðvitað ég....Sko Kolla :D (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.