Fimmtudagur til fjörs, föstudagur til ferða

Í dag er síðasti heili dagurinn í skólabúðunum í þessari viku. Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, je, jei.
Ég er einhvern veginn ekki í skólabúðastuði þessa dagana. Mikið að gera en hugurinn er helst á H4.

Strax og skólabúðingarnir renna úr hlaði á morgun ætla ég að setja undir mig Renault-fótinn og bruna suður á vit framkvæmdanna. Til stendur að parketleggja smávegis og gera sjónvarpsherbergið í kjallaranum klárt. Sennilega verður sitthvað fleira gert sem greint verður frá seinna. Ég verð einn á ferð því Bergur Óli er að fara á reiðnámskeið á laugardaginn og Hjörtur Geir ætlar að vera að vinna í Staðarskála í fyrsta sinn. Hann er með ógurlegar peningahugmyndir og finnst hann þurfa að fara að afla tekna.

Gunni og Marín komu í gærkveldi til skrafs og ráðagerða. Tilefnið er stóri dagurinn í lífi þeirra þ.e. 7. júní nk. Gunni kemst á fimmtugsaldurinn  og ætlar hann að ganga að eiga sína heittelskuðu Marín þann dag (loksins Gunni, loksins!!!).

Skemmtilegasta kvöld í langan tíma við spjall, bull og hlátur.

Í Opruh-þættinum áðan sagði Bill Cosby að "særðir særa aðra". Orð að sönnu

ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband