10.5.2008 | 02:35
Slydda, hálka og sjónvarpshilla
Í dag, 9. maí 2008, var slydda í byggð í Hrútafirði og krap, þoka og hálka á heiðinni á leið minni suður. Stefnan var tekin á höfuðborgina til að byrja með. Aðeins útréttað þar og svo haldið suður með sjó. Andri var með matargesti (reyndar undir fölsku flaggi!!!, því hann fékk Hadda til að aðstoða sig við tengingu á rafmagni) svo ég kíkti á Unni og Ásgeir og fylgdist með Kópavogi vinna Reykjavík í Útsvari.
Húsið okkar er eiginlega að verða berrassað því það er byrjað að hreinsa af því og undirbúa það fyrir lagfæringarnar.
Svo var farið að saga parket og bera við sjónvarpshilluna. Andri sýndi mikla snilli við hönnun hennar. Reyndar tapaði ég mér aðeins þegar ég barði dýrðina augum því ég hafði hugsað mér þetta öðruvísi en hann sannfærði mig í rólegheitunum um hvað hans hugmynd væri miklu betri en mín
Óvæntir gestir knúðu dyra. Nágrannar okkar Eygló Alexanders (hin eldri) og ömmustrákurinn hann Veigar Páll litu inn.
Í fyrramálið á svo að leggja (eða öllu heldur líma) parketið og vonandi tekst að klára verkið áður en ég skunda aftur heim í heiðardalinn. Von er á gestum á morgun, Óli Pétur og co. Ingunn er heima að taka til og hugsa um gauraganginn okkar þar. Hjörtur fer að vinna í Staðarskála í fyrsta sinn á morgun. Húrra fyrir því!
Nýjar myndir af sjónvarpshillunni eru komnar í myndamöppuna. Muna svo bara að kvitta eða skella inn athugasemdum.
ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:51 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll
Átti ég að taka til !!!
þá verð ég heldur betur að setja undir mig betri fótinn - ég hélt að ég væri í afslöppun
kvinnan (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.