12.5.2008 | 21:49
Vestmannaeyjar - Eyþór Ingi og Magni
Gömlu rifu sig árla á fætur í morgun því Bergur Óli var að fara til Vestmannaeyja í skólaferðalag. Hann var að sjálfsögðu vaknaður á undan öllum öðrum og búinn í morgunsturtunni og sitthvað fleira þegar foreldraskammirnar dröttuðust á fætur. Síðan hélt hann sína leið. Glaður í bragði með gítar um öxl. Eyjapeyi í tvo daga.
Hjörtur Geir fór í þrælabúðirnar í Staðarskála kl. 3 og hófst þá sjoppuvaktin. Villa "the boss" var bara hin stilltasta í dag og sömuleiðis Bíbí mamma hennar. Sennilega var svo mikið að gera að það var ekki tími til athugasemda. Viti menn!! Helstu rokkkóngar Íslands um þessar mundir komu í skálann í dag og þáðu afgreiðslu hjá Hirtinum. Magni vildi sína pulsu með öllu nema hráum en Eyþór Ingi vildi hana með öllu, að sjálfsögðu. Þetta bjargaði deginum hjá sumum
Hjörtur mætir alltaf vopnaður til vinnu (með vasahníf að sveitasið) því það eru búin að vera svo mörg vopnuð rán í söluskálum í vetur!! Reyndar er ástæðan önnur. Hann kann nefnilega ekki á upptakarann í skálanum og notar því vasahnífinn til að opna flöskur fyrir kúnnana.
Síðan var bara að njóta kvöldsins við Idolið og vespurúnt. Á morgun kemur ný vinnuvika með nýjum verkefnum (eða veseni).
Yfir og út. ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló halló
gaman að heira að litli rokkarinn sé farinn að sjoppast í skálanum og afgreiða stjörnurnar í kippum.
kv. einbúinn á hæðargötu 4
Andri Már (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:11
Sko ég afgreiddi Jóa Fel í Staðarskála og hann vildi allt nema steiktan lauk, passar línurnar sko
annars er hún Bíbí alltaf góð, nema þegar gleymist að strauja svunturnar!!!
Kolla frænka (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:27
Hæ hæ
Kallinn náttúrulega lang flottastur að afgreiða stjörnur Íslands.
Gaman að fylgjast með hjá ykkur á blogginu.
Kveðja frá Drekavallaenginu
Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.