Til hamingju Ísland

Svo söng söngdýfan og furðuskrípið Sylvía Night fyrir nokkrum árum. Fulltrúar Íslendinga í Júrófárinu stóðu sig mjög vel í kvöld en eitthvað held ég að vonir og væntingar hafi farið fram úr raunverulegum árangri. Gott að hafa trú á sínu fólki en... allt er gott í hófi.

Skólaslit í dag og okkar synir komust vel frá þeim. Góðar einkunnir og vitnisburðir til fyrirmyndar. Bergur var með hlutverk því hann var annar þeirra sem afhenti kennurum gjafir frá bekknum og svo spilaði hann á gítar í lokaatriði slitanna. Það var svolítið væmin og skrýtin tilfinning að vera á skólaslitum í Laugarbakkaskóla í síðasta skipti Frown

Síðan skellti ég Oddgeir um borð í jeppann og skundaði með hann á hefðbundna túristastaði svona í síðasta skipti. Kolugljúfur, Borgarvirki og Hvítserkur urðu fyrir valinu meðan Bergur reið út á Gauk.

Svo var glápt á Júrófárið eftir geggjað grill. Bergur sá sér betur borgið á Hvt. í stelpuflandri Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband