29.5.2008 | 10:53
Starfsmaður í þjálfun...
...í gær en starfsmaður á plani í dag.
Þessi ummæli eiga við örverpið okkar hann Hjört Geir. Hann fór á fyrstu bensínvaktina í gær með stóra bróðurnum til að öðlast þjálfun. Í dag á hann að standa vaktina einn. Það var því þreyttur og kvíðinn strákur sem var vakinn í morgun til vinnu. Hann á pottþétt eftir að standa sína plikt, enda er hann með fullkomnunaráráttu gagnvart svona löguðu og vill ekki að neitt klikki hjá sér.
Síðasti fimmtudagurinn upp runninn í skólabúðunum og hófst hann með messusöng í matsalnum yfir óþekkum ungum sem fóru í leyfisleysi í sundlaugina í gær án eftirlits og sýndu kennurum sínum vanvirðingu. Ég er sem sagt búinn að fá útrás í dag. Skyldi ég eiga eftir að sakna þess að halda eldræður yfir unglingum? Hver veit?
ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.