Virkur dagur

Fyrsti virki dagurinn okkar á H4 rann upp með því að vekja Andra (alltaf jafn gaman) og sundspretti hinna feðganna meðan móðirin gekk frá kössum í kjallaranum. Sundferðin var farin með þeim tilgangi að reyna að liðka öxlina á pabbanum en viti menn þegar púlsinn var kominn í hámark  eftir örfáar sundferðir var potturinn fyrir valinu. Á meðan nuddstúturinn hamaðist á spikinu fylltist allt af krökkum og áhugasömum mæðrum sem voru greinilega í hlutverki fylgdarmanna. Sumar voru ansi harðar í horn að taka í boðum og bönnum en aumingja börnin fóru bara eftir því að vild. Þrautin var svo þyngri þegar undirritaður sá að ekki dygði lengur að hanga í pottinum og ekkert útlit fyrir að hinar forvitnu mæður væru neitt að hverfa af vettvangi. Þá voru góð ráð rándýr. Inn með bumbuna og út með kassann og tölta svo lipurlega í þeirri vonlausu von að enginn væri að fylgjast með Blush  Bergur bauðst reyndar til að ráðast á einhvern gríslinginn í djúpu lauginni í von um að þá myndi athygli hinna grandvöru fylgdarmanna beinast þangað í stað þess að þær myndu allar mæla mann út. Inn sluppum við og höfum áreiðanlega séð mörgum saumaklúbbnum hér syðra fyrir smjattefni sökum gjörvuleika okkar feðga.

Deginum var svo eytt í höfuðborginni við innkaup og snúninga. Sendillinn (www.zl-660.blog.is) er kominn á bílasölu og lillinn keypti sér forláta MacBook fartölvu eins og Unnur frænka á (að sjálfsögðu) Wink

Samkvæmt venju gleymdi Hjörtur peningunum heima þannig að foreldrarnir máttu reiða fram peninga til kaupanna. Þessi færsla er einmitt skrifuð á umræddan grip. Framundan er að klippa trén, taka upp úr kössum, kíkja á Kirkjuteiginn og undirbúa brúðkaupið og fertugsafmælið um helgina.

ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband