Skápar, púl og sjónvarpsleiðslur

Eins og oft vill verða hjá þessari fjölskyldu þá verður okkur drjúgt úr verki síðla dags, kvölds og nætur. Þannig var það einmitt í dag. Við ætluðum bara rétt að kíkja á Kirkjuteiginn og Hjörturinn ætlaði að slá fyrir ömmu og afa. Rétt þegar faðirinn hafði gert grín að kraftleysinu í syninum greip hann sláttuvélina enda oft slegið þennan blettinn áður. Viti menn, það var pabbinn sem var kraftlaus, andlaus, sveittur og á barmi hjartaáfalls við það að ýta sláttuvélinni um mosabeðuna sem er í lóðinni hjá gömlu. Þvílíkt og slíkt. Þetta kallar á skjótar ráðstafanir. Annað hvort þarf að bæta þolið og kraftinn eða kaupa sláttuvél með drifi. En að lokum skutluðum við grasinu upp á Typpin (örnefni sem ég hef nú ekki heyrt áður!!!) svo var haldið heim. Þá tók nú ekki betra við. Faðirinn ákvað að snyrta framhlið hekksins á H4. Snyrtingin tókst vel ef frá er talið að snillingurinn sem fór hamförum með rafmagnshekkklippurnar klippti í tvígang í snúruna og sló öllu út og þurfti að stytta snúruna tvisvar. Einu sinni var þetta 50 m löng snúra en núna er hún í kringum 30m Wink

Kíktum svo til eðalhjónanna á Greniteignum, en Hjörtur er búinn að vera í stanslausu sambandi við Unni frænku um MacBook-tölvuna. Þau eiga þetta sameiginlegt ásamt mörgu öðru, því eins og allir vita eru þau Greniteigshjón og fjölskylda þeirra nánasta fjölskylda Hjartar og bestu vinir Cool því þau fíla kenjarnar og stælana í lillanum og því er hann sameign okkar.

Þegar heim var komið var ráðist í að koma út úr skápnum í eiginlegri mynd. Bergur, þessi snillingur, var búinn að setja saman 3 fataskápa í hjónasvítuna og það þurfti bara að tengja þá saman og setja hurðir á þá. Á meðan baxaði Andri í sjónvarpstengingum því það á ekki að vera sjónvarp í stofunni uppi, aðeins á veggnum milli eldhússins og stofunnar og því þurfti að leggja nýjar lagnir fyrir það. Frú Pedersen réðst í að setja saman borðstofuskenkinn sem hún fjárfesti í fyrir nokkru og er enn að þegar þetta er skrifað.

Sá sem slær ótt og títt á lyklaborðið milli þess sem hann sýpur á einum grænum er að hugsa um að fara að hvíla sig í loftvarnarbyrginu í kjallaranum í von um að frúin ljái máls á að ganga til hvílu en hún er í miklum skápaham.

Yfir og út -- ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband