5.6.2008 | 01:20
Skápar, púl og sjónvarpsleiðslur
Eins og oft vill verða hjá þessari fjölskyldu þá verður okkur drjúgt úr verki síðla dags, kvölds og nætur. Þannig var það einmitt í dag. Við ætluðum bara rétt að kíkja á Kirkjuteiginn og Hjörturinn ætlaði að slá fyrir ömmu og afa. Rétt þegar faðirinn hafði gert grín að kraftleysinu í syninum greip hann sláttuvélina enda oft slegið þennan blettinn áður. Viti menn, það var pabbinn sem var kraftlaus, andlaus, sveittur og á barmi hjartaáfalls við það að ýta sláttuvélinni um mosabeðuna sem er í lóðinni hjá gömlu. Þvílíkt og slíkt. Þetta kallar á skjótar ráðstafanir. Annað hvort þarf að bæta þolið og kraftinn eða kaupa sláttuvél með drifi. En að lokum skutluðum við grasinu upp á Typpin (örnefni sem ég hef nú ekki heyrt áður!!!) svo var haldið heim. Þá tók nú ekki betra við. Faðirinn ákvað að snyrta framhlið hekksins á H4. Snyrtingin tókst vel ef frá er talið að snillingurinn sem fór hamförum með rafmagnshekkklippurnar klippti í tvígang í snúruna og sló öllu út og þurfti að stytta snúruna tvisvar. Einu sinni var þetta 50 m löng snúra en núna er hún í kringum 30m
Kíktum svo til eðalhjónanna á Greniteignum, en Hjörtur er búinn að vera í stanslausu sambandi við Unni frænku um MacBook-tölvuna. Þau eiga þetta sameiginlegt ásamt mörgu öðru, því eins og allir vita eru þau Greniteigshjón og fjölskylda þeirra nánasta fjölskylda Hjartar og bestu vinir því þau fíla kenjarnar og stælana í lillanum og því er hann sameign okkar.
Þegar heim var komið var ráðist í að koma út úr skápnum í eiginlegri mynd. Bergur, þessi snillingur, var búinn að setja saman 3 fataskápa í hjónasvítuna og það þurfti bara að tengja þá saman og setja hurðir á þá. Á meðan baxaði Andri í sjónvarpstengingum því það á ekki að vera sjónvarp í stofunni uppi, aðeins á veggnum milli eldhússins og stofunnar og því þurfti að leggja nýjar lagnir fyrir það. Frú Pedersen réðst í að setja saman borðstofuskenkinn sem hún fjárfesti í fyrir nokkru og er enn að þegar þetta er skrifað.
Sá sem slær ótt og títt á lyklaborðið milli þess sem hann sýpur á einum grænum er að hugsa um að fara að hvíla sig í loftvarnarbyrginu í kjallaranum í von um að frúin ljái máls á að ganga til hvílu en hún er í miklum skápaham.
Yfir og út -- ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.