Fjögur brúðkaup og jarðarför

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds myndum. Húmorinn í henni er sígildur og í hvert sinn sem brúðkaup er í vændum horfi ég á þessa mynd. Á morgun (eða í dag öllu heldur) er einmitt brúðkaup Gunna og Marínar. Mikill undirbúningur er búinn að eiga sér stað, allt að verða tilbúið og ekkert eftir nema að búa til sönghefti, lagfæra ræðuna, búa til play-lista fyrir partíið, skera grafna kjötið, skúra salinn, baða sig og raka, þrífa bílinn, búa til sæta-kartöflumús, upphugsa einhverja hrekki eða leiki og örugglega eitthvað fleira.

Frænkurnar eru lagstar til hvílu inni hjónarúmi og ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að svindla og sofa í næsta herbergi við þær því fröken Marhissa þarf ótrúlega mikið pláss þó lítil sé.

Á þessum árstíma á maður að vaka næturlangt því júnínóttin hefur svo mikinn sjarma og það er svo mikið að gerast í náttúrunni.

Yfir og út, eða Roger eins og Hjörtur björgunarsveitaunglingur segir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband