9.6.2008 | 01:22
M1
M1 er nafnið á námskeiðinu sem Bergur Óli er að byrja á morgun. Þá ætlar hann að hitta Hauk ökukennara á Völlunum og saman ætla þeir að æfa listir sínar á vespu. Sem sagt það þarf að skutla vespugreyinu upp í hestakerru og bruna með það suður strax eftir vinnu á morgun. Að sjálfsögðu á að nýta ferðina til flutninga og nú standa hér á gólfum allar ferðatöskur fjölskyldunnar fullar af fatnaði sem enginn þarf að nota (að sögn IP), rúmfötum og fleiru úr skápunum. Síðan á að tæma töskurnar og þeyta þeim aftur norður til áfyllingar.
Helgin gekk mjög vel, Gunni sagði já og Marín sagði líka já og þau lifðu hamingusöm til æviloka. Veislan var stórfín, reyndar svolítið mikið að gera á tímabili en þannig á það kannski bara að vera. Allir í veisluskapi og sérstaklega takandi til þess hversu góð börnin voru. Marhissa fór að sjálfsögðu í kjól í tilefni af brúðkaupinu og var í sérstöku hátíðarskapi, enginn vissi af henni en margir veltu fyrir sér hvað við hjónakornin værum að gera með svona fallega fjögurra ára stúlku. Ingunn reyndi að ljúga af einhverjum að hún ætti hana, en það þótti ekki trúverðugt.
Matarboð á höfða hvalsins í skemmtilegum félagsskap. Núna eru að hefjast alls kyns síðustu heimsóknir og margir þurfa að ræða þetta brotthvarf okkar héðan. Síðla kvölds var svo haldið í höfuðstaðinn og kíkt á nýbökuðu hjónakornin og skemmt sér þar við bjórsull, spjall og fleira skemmtilegt.
Frumburðurinn setti upp ljós í sjónvarpshilluna margumtöluðu ásamt Hadda hennar Kollu frænku í Sandgerði. Takk fyrir hjálpina Haddi minn. Spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.
Ekki fleira að sinni....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uhh. Ég vona að þetta hafi nú ekki verið síðasta heimsóknin á Cape Whale he he eða cape of the whales kannski betra. Það var voða gaman að fá ykkur í heimsókn þó svo að Hjörtur hafi ekki gleymt húfunni.
Já það er rétt að júní næturnar eiga aðnotast í ehv annað en svefn þetta er dásamlegur tími sérstaklega hérna í firðinum fagra
Kveðja Haddý
haddý (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.