13.6.2008 | 22:42
Ættarmót
Þá er hafið stærsta ættarmótið sem við höfum staðið að hér í Rsk. Allt fer ljómandi vel af stað enda bara örfáir mættir. Kjartan er orðinn sveittur fyrirfram og á vafalaust eftir að verða enn sveittari áður en yfir lýkur. Á morgun er svo aðaldagurinn og maður verður örugglega kominn með nuddsár af göngu og arki milli húsa, enda formið svo ótrúlega gott, eða þannig.
Stína Lóa er mætt með Sollu stirðu sem frekar ætti að heita Emma öfugsnúna þessa stundina. Hún er að athuga hvað hún getur stjórnað miklu þegar mamma hennar er nálægt. Annars eru bara allir nokkuð slakur, undirbúningi er að mestu lokið og fátt framundan annað en að skella sér í pottinn með besta vininum herra Tuborg.
Ekkert verður unnið á H4 þessa helgina og sumir eru orðnir óþreyjufullir og vilja klára að mála eldhúsið og flytja það dót sem hægt er sem fyrst. Nota bene þessir sumir eru við bæði enda spennandi tímar framundan. Áætlaður lokaflutningur er um 12. júlí nk. Milli utanlandsferða sem trufla þessa flutninga svolítið.
ÞG
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.