Ekki til sölu

Já, viti menn. Fíni leðurletisófinn okkar er ekki lengur til sölu. Strákarnir voru mjög óánægðir með að við ætluðum að selja sófann því þeim finnst svo þægilegt að liggja marflatir í honum. Í kvöld gerði Bergur Óli þá uppgötvun að þetta væru í raun þrír sjálfstæðir stólar sem eru festir saman með tveimur járnum. Þannig að það eru allar líkur á að sófinn fari í kjallarann á H4 eftir allt saman Tounge Þá er bara spurningin hvað við eigum að gera við bláa horn-svefnsófann sem búið er að setja saman niðri í sjónvarpsskotinu. Kannski hann verði bara settur í Engjaselið ef við getum leigt herbergið út í vetur (vonandi til einhvers landsbyggðarfólks sem er í námi í Rvk).

Í dag vorum við bara dugleg. Það þurfti að sjálfsögðu að fæða smiði líkt og alla aðra daga upp á síðkastið. Fórum með sendilinn til Jóa ofurbílasala en hann er sennilega búinn að krækja í væntanlega kaupendur sem fóru í reynslutúr í dag og sitja sveitt heima að reikna. Vonum bara að þetta gangi eftir. Gerðum fellihýsið klárt í átök helgarinnar (þrifum og fylltum á helstu geymslur, mat og bjór og fleira nauðsynlegt!!!). Svo á að skutlast á Suðurlandið með strákagemlingana í útilegu.

Andri var aldrei slíku vant með fréttir á heimleiðinni í dag. Það á að flytja hann um deild í Húsó. Núna á hann að vera í gólfefnadeildinni virka daga og í áhaldaleigunni/skrúfubarnum um helgar. Smá tilbreyting. Engu að síður fær hann ekki frí um verslunarmannahelgina og kemst þar af leiðandi ekki til Eyja með vinum sínum Frown

Það styttist í allar þær utanlandsferðir sem fyrirhugaðar eru. Ein vika í Svíþjóð og tvær vikur í Silverstone Cool og svo í lokaflutninginn suður í Reykjanesbæ (er að reyna að venja mig við að nota þetta nafn!!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu að þetta er bara ein stór KEFLAVÍK 

 Kveðja úr Hafnarfirði

Nonni (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:54

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!!!

Kveðjur úr sólinni á Mallorka;)

Unnur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband