Í helgarlok

Jæja gott fólk. Þá er fyrsta útilega sumarsins að baki. Mikill sprettur að komast af stað á eftir Ingunni sem fór á sendlinum fullum af "drasli". Við feðgar spýttum í og náðum að hitta frúna á Olís í Norðlingaholti þar sem hún stökk um borð og svo var brunað í LH-útilegu að Brautarholti á Skeiðum.

 Við hittum þar okkar góðu vini og áttum með þeim frábæra helgi ásamt fjölmörgum öðrum sem voru samankomnir þarna í sama tilgangi og við. Að vera í návígi við Ernu vinkonu okkar er oft á tíðum ansi lærdómsríkt og mannbætandi, og þá sérstaklega fyrir mig Wink Þeir sem okkur þekkja vita að hún baunar ansi oft á mig einhverjum vel völdum pílum sem oft hitta í mark og skilur mig oft eftir annaðhvort sármóðgaðan eða uppstökkan. Eins og um árið þegar hún kallaði mig tepru. Ég var sár út i hana í langan tíma og vissi ekki hvað ég hefði til unnið að verað kallaður þessu ónefni. Langt er um liðið síðan þetta var en núna um helgina viðurkenndi hún að hún yrði meiri og meiri tepra með hverju árinu og þá leið mér nú ögn betur. Annað var það sem hún talaði um núna um helgina. Hún sagði á föstudagskvöldið að hún væri orðin eins og ég Grin  hún nennti ekki að kynnast þessu fólki sem væri þarna samankomið!!! Eins og talað úr mínum munni. Hún var þá að skírskota til þess þegar ég skrifaði um nágranna mína í 260 Njarðvík sem ég nennti ekki fyrir neina muni að kynnast. Það var svona grumpy blogfærsla hjá mér. Mér leið þá enn betur að hún, sem alltaf er svo jákvæð og hress væri að verða grumpy eins og undirritaður. Engu að síður áttum við yndislega helgi við spjall, drykkju, söng, spjall, bull, leiki og gaman. Það er alltaf svo gaman hjá okkur þegar þessar fjölskyldur sameinast og krakkarnir smella alltaf saman undir eins. Okkur finnst reyndar ótrúlegt vesen á börnum annarra og skiljum ekki hvernig þeir foreldrar nenna að taka þátt í þessu bulli með börnum sínum Wink

Við fórum svo í smá helgistund í morgun þar sem presturinn á Skeiðum sló í gegn með töfrabrögðum og alveg ansi hreint mögnuðum orðum sem hann sendi okkur heim með. Eitt fannst mér alveg stórkostlegt sem hann sagði. Það var að við erum það sem við heyrum og lesum. Ef við heyrum einungis ónytjungsorð þá verðum við ónytjungar en ef við heyrum jákvæð og uppbyggjandi orð þá verðum við sjálft jákvæð og uppbyggjandi (eins og Erna). Hann ræddi einnig um hjónabandið og líkti því við tvær plánetur sem eiga að snúast í kringum hvor aðra en ekki eins og pláneta um sjörnu, þ.e. að önnur snúist um hina öllum stundum.

Þess vegna förum við inn í þessa viku jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir sunnlenskar rigningarskúrir helgarinnar og þrátt fyrir að við höfum þurft að taka fellihýsið blautt saman í morgun og þrátt fyrir snögga fýlu og röfl undirritaðs út af veðrinu þá held ég að við förum jákvæð og bjartsýn inn í vikuna og höldum til Svíþjóðar á föstudagsmorguninn, enda nýbúin að panta gistingu í Stokkhólmi.

Gleðilega viku öll sömul.

Hinn hundpirraðiogsnögguruppásig

ÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að það eru fleiri en ég sem nenna ekki að vera sífellt að kynnast nýju fólki.

Hér á hótelinu hjá okkur er slatti af Íslendingum og ég nenni ekki tala við neinn af þeim. (Ásgeir sér um þá hlið mála).

Ég held að við þekkjum alveg nóg af góðu fólki og þurfum ekkert á fleirum að halda...

Bestu kveðjur úr steikjandi sól og hita;)

Unnur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:55

2 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta. Hafið það gott í sólinni, við sólbrennum hér í Hrútó (eða alla vega ég).

Bestu kveðjur til ykkar beggja.

ÞG (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 02:58

3 identicon

Takk fyrir falleg orð í minn garð Þorri minn.

Ég er bara stolt að tilheyra tepruliðinu en veit ekki alveg með grömpyliði.

En takk fyrir yndislega helgi og er alltaf ánægð með hvað allir fjölskyldumeðlimir ná vel saman enda ekki skrítið þar sem fer afburða skemmtilegt fólk.

Kveðja frá Réttarholtinu.

Erna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband