Miðnæturspeki

Nú er nýr dagur að renna upp og óðum styttist í ferðina til Vadstena við Vättern í Svíþjóð. Vonum að Ingunn skáni í bakinu og að við þurfum ekki að bíða mjög lengi í FLE á morgun meðan flugumferðarstjórar bora í nefið og klóra sér í ra.........

Nú er ekkert fyrir stafni nema að taka á sig náðir og reyna að hvílast fyrir ferðalagið. Ég hitti Gunnu systur hennar Ernu vinkonu í Kringlunni í dag þar sem hún strunsaði áfram með ákveðnu göngulagi sínu. Hún hrósaði mér fyrir bloggið og þá kom í ljós ein til viðbótar sem kíkir hérna inn. Vona að einhver hafi gaman að þessu röfli.

Mæli sterklega með kjúklingasalatinu á Café Flóru í Laugardal í góðra vina hópi. Einstaklega skemmtilegur staður og góður matur.

Hér á H4 er mjög flutningslegt um að litast og ekki loku fyrir það skotið að eitthvað af okkar munum lendi hjá Græna hirðinum eða á sölusíðu Barnalands því við eigum allt of mikið og höfum ekki heilu byggingarnar til að geyma gersemarnar í eins og á Rsk. IP talar um að þurfa að dveljast hér í tvo daga þegar við komum heim til að koma skipulagi á óreiðuna.

ÞG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband