Og allir komu þeir aftur

og enginn þeirra dó.

Nei öðru nær. Við erum komin aftur heim til föðurlandsins heilu á höldnu. Reyndar stoppaði undirritaður stutt við því á föstudagsmorguninn rifum við feðgar okkur upp á ókristilegum tíma og skunduðum upp í flugstöð þar sem við hófum ferðalagið á Silverstone. Langþráð stund, og þá sérstaklega fyrir Andra. Ferðin stóð fyllilega undir væntingum og erum við strax farnir að skipuleggja næstu ferð. Eitt er þó víst að við munum frekar ferðast á eigin vegum heldur en að sitja uppi með ómögulegan fararstjóra sem klúðraði fyrir okkur sunnudeginum þannig að það verður lengi í minnum haft. Hann hafði af okkur fornbíla kappakstur því hann vildi endilega halda af stað til London sem fyrst. Ég var nett frústreraður þegar ég uppgötvaði þetta líkt og flestir í hópnum því þetta var bara kornið sem fyllti mælinn hjá aumingja drengnum. Enda lét hann ekki sjá sig meira í ferðinni heldur flaug til Barcelona með fyrsta flugi og unir vonandi vel sínum hag.

Restin af fjölskyldunni brá undir sig betri fætinum og frú Ingunn brunaði með fellihýsið í eftirdragi á Landsmót hestamanna á Hellu. Það eru nefnilega 22 ár um þessar mundir frá því að Ingunn elti ungan Keflvíking á sama stað á samskonar mót, en sennilega fór hún í öðrum tilgangi nú (eða það vona ég). Bergi hafði víst verið lofað því að hann fengi að fara á Landsmót og stóð fastur á því þó svo að stefnan hefði verið tekin á Silverstone sömu helgi (gott hjá honum). Nú eins og Ingunnar er von og vísa þá gekk þetta allt saman vel, hún hafði fyrirfram áhyggjur af því að þurfa að þvælast um Reykjavík með fellihýsið í eftirdragi en það voru óþarfa áhyggjur því hún ók þetta eins og hershöfðingi sögðu synirnir.

Helgin var sem sagt í þágu sonanna og það er vel.

Þegar undirritaður kom heim í fjörðinn sem var hulinn þoku og kulda brá honum heldur betur í brún því Ingunn og litla systirin hún Stína Lóa voru búnar að tæma öll herbergin og pakka öllum herlegheitunum inn í stofu svo nú er verið að raða í sendibílinn (sem enn er óseldur Frown ) og svo á að fylla jeppann og hestakerruna og þá er vonandi bara ein ferð eftir í vikulokin.

Löngum og ströngum flutningi fer að verða lokið og mikið verða nú allir fegnir þegar þeir eiga bara heima á einum stað eins og HGÞ sagði svo snyrtilega um daginn. Hann var sem sagt ekki að kvarta yfir ástandinu en vill bara fara að hafa þetta einfalt og gott á einum stað.

Kærar þakkir fyrir hjálpina elsku Stína mágkona. Þú bregst ekki nú frekar en endra nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband