24.7.2008 | 10:40
Alicante á laugardag
Eftir smá blogg hlé er réttast að skrifa eins og eina færslu áður en haldið er í enn eitt ferðalagið og nú er það Spánn sem ráðist verður á. Höldum til Alicante á föstudag ásamt tengdóinu í Mosó. Framundan eru væntanlega heitir dagar sem gætu reynst okkur ísbjörnunum erfiðir, en þá er bara til ráða að drekka nógu mikið og þá sérstaklega af öli (lesist bjór).
Við erum að verða búin að hreiðra um okkur svo að nokkur sómi er af. Enn bíða kassar óþreyjufullir eftir því að verða opnaðir og tæmdir en fyrst ætlar frúin að sauma nokkra tugi metra af gardínum á saumavélar-forngripinn á Kirkjuteignum. Einnig er í bígerð að mála eldhúsið þó svo að ekki sé búið að ganga frá í kringum nýju gluggana.
Svo sitjum við sveitt við að leita okkur að vinnu milli þess sem við syndum og örkum um nýjar slóðir í Reykjanesbæ því nýir lífshættir ógna lífi offitunnar og heilsuleysisins (vonandi). Von er á Marhissu Kristínu ehf. í heimsókn og gistingu því mamman er eitthvað að reyna að blása lífi í karlinn sinn. Von á góðu þar he, he.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafið það gott í útlandinu :) Brezerinn virkar svaka vel við þorsta úti í svona hita ;o)
Kv. úr Sandý
Kolla (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.