Heima á ný

Mikið var nú gott að koma heim aftur og finna svalan andvarann leika um kroppinn eftir hitasvækjuna á Spáni. Það var reyndar full mikill munur svona fyrst þegar maður kom út úr flugstöðinni en það vandist fljótt.

Dvölin á Alicante reyndist líða of fljótt og áður en maður hafði snúið sér við var búið að pakka öllu niður og haldið heim. Við áttum góða og heita daga þarna á Gran Alacant eins og hverfið okkar hét. Við leigðum okkur bíla og villtumst, urðum bensínlaus, svitnuðum, fórum í Go Kart og Jet Ski og sólbrunnum á ströndinni (þ.e. ég og Bendt). Gaman að hafa tengdóið með og held ég að þau hafi bæði hvílst og skemmt sér í ferðinni og þá var tilganginum náð.

Við fengum góða vini í heimsókn í gær þegar LH-hópurinn okkar hittist hjá okkur. Það var mikið spjallað, hlegið og spjallað meira. Gott að finna að maður á góða vini sem vaka yfir vegferð okkar og vilja okkur aðeins allt það besta.

Dagarnir líða núna við að skoða atvinnuauglýsingar og uppvask (eða þannig sko). Við erum bæði að líta í kringum okkur að vinnu og myndum vilja að við gætum farið að finna réttu störfin fyrir okkur. Við erum nú reyndar langt frá því að vera farin að örvænta því við njótum frísins og erum dugleg við að gera sitthvað skemmtilegt. Ég fór t.d. nokkra bílasölurúnta í dag, fór í sund og með IP í búðir og svo fórum við í Keflavíkurmaraþonið, þ.e. í göngutúr á Kirkjuteiginn meðan piltarnir sáu Keflavík vinna HK 3:2 Smile

Það er orðið voða fínt hjá okkur og okkur líður mjög vel í húsinu okkar. Reyndar er ég að verða full óþreyjufullur eftir því að þeir bræður ÁÁ haldi áfram við hálfklárað verk og sendi menn til að vinna við múrverkið svo hægt sé að mála fyrir veturinn. Það er gott að vera kominn heim aftur þó svo að bærinn hafi tekið stakkaskiptum á þeim árum sem við vorum fjarri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim elskulega fjölskylda.

Erna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: H4-260

Takk fyrir það Erna mín. Hvernig væri að fara að stefna á smá hitting í 260?

H4-260, 9.8.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband