13.8.2008 | 00:01
Húseiganda-puð
Það er ekki tekið út með sældinni að vera húseigandi. Að mörgu er að hyggja eins og sagt er. Við erum búin að vera með rassinn út í loftið úti í garði síðustu daga. IP er búin að reita allan heimsins arfa úr beðum garðsins og meira að segja ruðst inn á aðrar lóðir til að uppræta þennan fjanda. Svo er hún farin að stinga upp úr beði nokkru sem hún hyggst nýta til garðyrkju næsta sumar. Ekki orð um það meir. ÞG er búinn að bera á girðinguna sem snýr út að Borgarveginum... hóst, hóst, humm, humm. ÞG byrjaði og Bergur kláraði enda vantaði hann verkefni til að hafa ofan fyrir sjálfum sér. Svo erum við feðgar byrjaðir á stórverkefni. Útihurðin hefur í árdaga verið mjög flott og til eru sögur af því þegar Bína hans Gunna strauk hana alltaf á sunnudögum svo hún gljáði alla daga. Nú er öldin önnur og Árni Johnsen kominn aftur á þing. Fyrrverandi eigendur hafa alveg sleppt því að strjúka hurðinni á sunnudögum og nú er svo komið að hún, þessi flotta hurð, er orðin sprungin og ljót. Við þessu erum við feðgar að bregðast. Búnir að hitta Ella Heimis í Flügger búðinni og þiggja góð ráð hjá honum og björgunaraðgerðir eru hafnar. Byrjaðir að slípa og á morgun eða hinn verður gripið til stórvirkra ráða til að bjarga henni svo hún verði eins fín, ef ekki fínni, og hjá Bínu blessaðri.
Með morgninum á að bruna norður á RSK og ljúka nokkrum verkum áður en skólabúðir hefjast. Ef vel gengur og allt er í sóma á að taka hestana með suður svo hægt sé að sinna þeim héðan.
Ég hef í iðjuleysi mínu verið að lesa blogg hjá bláókunnugu fólki og hef undrast mikið hvað það er hispurslaust og yfírlýsingaglatt um einkahagi sína. Á sumum síðum er hægt að lesa um klósettferðir og hægðavandamál höfunda. Á öðrum um kynlíf og uppáferðir ásamt öðrum persónulegum athöfnum sem engan varðar um nema þá sjálfa. Það eru ekki miklar líkur á því að á þessu bloggi verði hægt að lesa um klósettferðir, kynlíf eða slíkt. Til þess er ég einfaldlega of mikil tepra eins og Erna sagði um árið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
he he góð hugmynd, ég þarf að koma þessu hugðarefni mínu á mitt blogg. Ég er ekki tepra eða. . . .
haddý (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:22
nei Haddý mín þú telst nú varla tepra. Reyndar hélt ég að ég væri nú ekki tepra þar til það var rekið þversum ofan í kokið á mér og ég tók það trúanlegt. Bíð spenntur eftir að lesa um bólfarir ykkar hjóna, hægðavandamál og losun rotþróa..... eða ekki
H4-260, 17.8.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.