16.8.2008 | 00:59
Gamlir taktar
Það tóku sig upp gamlir taktar í dag þegar þrjár kynslóðir karla tókust á við að járna reiðhestinn hans Bergs. Fremstur í flokki var að sjáflsögðu aldursforsetinn afi Mundi sem mundaði hófjárnið og hamarinn af stakri snilld. Bergur var allt í öllu og lagði til við að halda framlöppunum. Sjálfur var ég handlangari og tók við að halda fótunum á klárnum þegar mér fannst sonurinn ekki gera þetta alveg rétt. Sem sagt skeifurnar fóru undir klárinn og við 3 feðgarnir fórum skeifnasprettinn. Bergur á Frá, Hjörtur á Skjóna og ég að sjálfsögðu á Gutta nýjárnuðum.
Svo var bara að skella sér í sameiginlegt grill stórfjölskyldunnar á Greniteignum og enn og aftur upphófst óhóflegt át.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.