Ný vika - ný verkefni.... eða þannig!!!

Vikan fór vel af stað með því að við slógum hraðamet í blaðaútburði. Allir fengu sín blöð á sínum tíma en það er ekki hægt að segja það sama um þann sem átti að bera út 24 Stundir hér í hverfinu Shocking

Morguninn var svo skrýtinn þegar drengirnir týndust í skólann og við gömlu bara ein heima. Við lögðum okkur bara aftur enda er verkefnafargið ekki að fara með okkur. Það hefur nefnilega tekið sig upp gömul leti sem erfitt er að hrinda á bak aftur.

Svo sótti IP Marhissu Kristínu ehf. og ætlum við að hafa hana í nokkra daga meðan hún er að jafna sig eftir hálskirtlatöku. Hvar ætti hún annars að vera? Við höfum allan heimsins tíma og hér vill hún vera. Ekki slæmur kokteill það Wink

Enn rignir og rignir. Ég var búinn að gleyma hvað það er oft rigning hér syðra og þegar ég arka með blöðin á morgnana og raula með sjálfum mér dettur mér í hug þegar ég var að bera út Vísi í gamla daga og Gústa Randrup taldi blöðin inni í bílnum og setti þau í töskurnar þar svo þau yrðu ekki rennblaut á SBK planinu.

Það væri gaman að þið sem enn komið hingað inn til að lesa mynduð kvitta á einhvern hátt svo maður viti hverjir eru þar á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt

Sjáumst annars á laugardaginn

Kolla (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:15

2 identicon

Kvitt, kvitt, kvitt

Kveðja

Fríða Ragna

Fríða Ragna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:16

3 identicon

Hver man ekki eftir Gústu................. henni er ekki hægt að gleyma, nóg af aukablöðum til að selja á frjálsum markaði............

Kveðja Nonni 

Nonni (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband