Nótt ljósanna

Þá er bæjarhátíðin Ljósanótt hafin með pompi og prakt. Kíktum á nokkra listviðburði í gærkveldi og enduðum á að hlusta á Breiðbandið í gamla HF sem nú heitir Svarta pakkhúsið. Þar var einnig listsýningin Órói og virtist mér sem að allar gamlar skessur bæjarins séu farnar að klína málningu á striga og kalla sig listamenn og konur. Ein gömul vinkona átti nokkrar myndir þarna og átti ég auðvelt með að þekkja hennar myndir úr, því þær voru í sterkustu litunum - rétt eins og listakonan.

Enn er verið að sækja um störf og allt í góðu með það. Húrra fyrir þv í að ég fór í tvo tíma í Kennó í vikunni og núna getur Unnur systir mín góð verið stolt af mér. Hún lét mig nefnilega heyra það í fyrra að það þýddi nú ekkert að vera í háskólanámi en mæta aldrei. Batnandi manni er sennilega best að lifa.

Við ætlum að njóta hátíðarinnar og höldum í hefðir sem hafa skapast á undanförnum árum. Hittum gamla og nýja vini og svörum spurningaflóði um búsetu, flutninga og atvinnuleit Wink.
Hins vegar ætlar Andri að halda heim á leið í réttir (eins og hann segir sjálfur) og að sjálfsögðu togar réttarballið í okkar mann.

Gleðilega Ljósanótt og gangið hægt um gleðinnar dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

 Takk fyrir síðast. Alltaf gaman að hitta ykkur

Kveðja

Fríða Ragna

Fríða Ragna (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband