9.9.2008 | 09:39
Og det regner
Í fréttum er það helst að það rignir stanslaust þessa dagana. Blöðin á morgnana eru orðin holdvot þegar þau rata inn um bréfalúgurnar og ekki þurr þráður á blaðberunum sem rísa árla úr rekkju til að þjóna Pósthúsinu sem fær ekki háa einkunn hér á heimilinu.
Ljósanótt var skemmtileg og fjöldi flottra atriða og sýninga sem við kíktum á. Karlakór Keflavíkur sló í gegn að mínu mati. Skemmtileg lög og léttleikandi kórinn mjög þéttur og náði að vera angurvær og allt upp í groddalegir þegar það átti við. Skyldi ekki vanta 1. tenóra í þennan kór? Aðrir kórar voru ekki allir svona flottir og skemmtilegir. Í suma vantaði stjórnendurna og bar þá söngurinn fullkomlega þess vitni. Ég hef að öllu jöfnu ekki gaman af kvennakórum því þeir virðast flestir ganga út á það að kreista skræki út úr hæstu röddinni þannig að sem um kattarbreim sé að ræða. Þessi lýsing á alls ekki við um Kvennakórinn í Keflavík. Flottur tónn og agaður kór sem unun er að hlýða á.
Áframhaldandi atvinnuleit.
Það er svo fyndið (eða kannski sorglegt) að fjölmargir, jafnvel í mínum innsta ranni, forðast að ræða og spyrja um þetta tímabil sem er í gangi í lífi mínu. Stinga bara hausnum í sandinn og reyna að hafa önnur umræðuefni á takteinunum og í mesta lagi stynja upp að það hljóti eitthvað gott að fara að detta inn á borð hjá mér. Aðrir segja mér að mér sé ætluð góð vinna sem ég verði bara að sjá fyrir mér og enn aðrir spyrja hvers vegna ég fari ekki bara að kenna!!!
Engu að síður þá finnst mér vænt um það að fólk hafi trú á mér og að það hafi trú á að okkur séu ætlaðir einhverjir hlutir í lífinu, en ekkert af þessu greiða reikninga heimilisins sem hrannast upp um þessar mundir. Ég ætla að reyna að muna að bera mig mannalega og vera ekki að kvelja þetta fólk með of miklum upplýsingum um mína hagi og þá sérstaklega atvinnuhagi. Ekki má gleyma því að ég er í vinnu hjá Hirti Geir við blaðaútburð. Ólaunuð vinna að vísu en hvetjandi í rigningu og roki Suðurnesjanna
Ég held að á þeim 18 árum sem ég bjó fyrir norðan hafi aldrei og þá meina ég aldrei rignt svona mikið á fáum dögum enda væru húsin á Reykjaskóla þá ekki lengur 8 bala heldur 80 bala.
Deginum verður eytt í atvinnuleit, tiltekt, heimilisstörf og fleira álíka skemmtilegt.
Góðar stundir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Til hamingu með daginn Hjörtur Geir, eigðu góðan dag
Kveðja Nonni og co.
Nonni (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:33
Takk fyrir kveðjuna.
Bestu kveðjur
Hjörtur
H4-260, 10.9.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.