10.9.2008 | 19:19
Hann á afmæli í dag
Hjörtur er 14 ára í dag. Stefnir í smá kaffi eftir kveldskattinn.
Skrapp í Rvk í dag með mömmu til að heimsækja afa gamla sem núna dvelst á Landakoti. Mér fannst sá gamli ekki vera mjög sáttur með að þurfa að dvelja á þessu koti en við það verður ekki ráðið þegar menn hafa misst heilsuna.
Annars er það tíðinda að ég er að fara að kenna á morgun í Myllubakkaskóla í forföllum fyrir frú Westmann. Sennilega verður það sögulegt því ég hef bara kennt sárasaklausum sveitabörnum í grunnskóla og í skólabúðunum hafði ég tögl og hagldir. Kemur bara í ljós. En eins og Brynja skólastýra sagði þá verð ég í öruggum höndum Unnar systur minnar sem á að hafa forsjá með leiðbeinandanum. Sennilega kemur þetta í veg fyrir að ég bilist á heimasetunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HæHæ og takk fyrir síðast
Gangi þér vel í Myllubakka
Kolla (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.