í framhaldi af heilsubresti

Þegar ég var búinn að skrifa þessu löngu pælingar um heilsubrest (sem sennilega er ekki til í fleirtölu eins og ég notaði heldur eingöngu í eintölu) hélt ég austur í Þingvallasveit með pabba til að ná í gangnamanninn okkar.

Dagurinn fór að nokkru leyti í bið eins og vaninn er í kringum smalamennskur en svo hittum við drenginn. Þegar safnið hafði runnið inn í Arnarfellslandið héldum við í átt að Mjóanesi, sem er að mínu mati fallegasti staður á landinu - í það minnsta. Áður en við komum að afleggjaranum heim að bænum sáum við hóp af kindum sem undu glaðar við sitt í kjarri og á berjamó. Þetta fannst mér að ekki væri hægt að una við. Stökk út úr bílnum og réðst til atlögu við rollurnar ásamt Hirti. Við sem sagt smöluðum hraunið eins og sagt er. Ekki svo að skilja að ég hafi haft útbúnað meðferðis til smalamennsku eða verið við nógu góða heilsu. Maður gleymdi bara stund og stað og hélt léttur í spori, glaður í lundu og með svitatár á vöngum eftir safninu sem smám saman stækkaði. Mikið djö... er mosinn mjúkur þarna. Ég sökk í hverju spori og þau urðu þyngri og þyngri. Andardrátturinn varð líka örari og örari. Hjartað sló líka hraðar og hraðar. Ég sá í hyllingum að pabbi yrði að kalla til TF-LIF til að sækja mig, en sennilega myndi það ekki gerast í bráð því ég var símalaus og kallið kæmi ekki fyrr en allir væru komnir til byggða og einhver myndi sakna mín. Slíkar voru hugsanir mínar. Allt þar til ég sá almennilega yfir hraunið og vatnið í framhaldi af því og svo gufustrókana á Nesjavöllum. Þá var sem mér væri blásið í brjóst og hjartað náði réttum takti, sporin urðu léttari og svitinn þornaði á kinnum mér. Þvílík fegurð. Þvílíkar minningar helltust yfir mig frá því að ég fyrst kom á þennan stað fyrir réttum 30 árum. Aumingja Hjörtur fékk sögustund í boði pabba gamla.

Þegar heim var komið beið mannskapsins heitur matur og einstaklega góðir kanilsnúðar ala Rósa frænka. Ég er nú samt alveg viss um að hún setti ekki svona mikinn glassúr á þá í gamla dag.

Góður dagur. Fullt af góðum minningum. Þreyttur kom ég heim og naut aðhlynningar frú Pedersen sem hafði staðið í stórþvotti allan daginn.

Takk fyrir lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ALLTAF mikill glassúr á snúðunum hjá Rósu Frænku, sérstaklega þegar það er verið að baka ofan í gangnamennina...

Kolla (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ég ætlaði að mæta í smölun, en flensuræfill tók völdin alla helgina og gamla sat heima í þetta skiptið.

Samdi við stóru systu að mæta um næstu helgi og hjálpa til við að draga í sláturbílinn.

OG það er ALLTAF mikill glassúr á snúðunum hjá systu.  Enda bestir.  

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:48

3 identicon

Mikið er ég fegin Þorri minn að þú hrökkst ekki upp af í þessari smalamensku.

Erna.

Erna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband