Persónulegar vangaveltur

Þegar maður hefur búið í dreifbýlinu í mörg ár venst maður því hvað allt er persónulegt og oft á tíðum vinalegt þar. Vinnustaðir eru persónulegir, það er persónulegt að fara í Kaupfélagið og það er svo vinalegt að hitta brottflutta aftur í heimahögum. Þessi persónulegheit og vinalegheit geta að sjálfsögðu haft ókosti, en ég tel að þeir séu mun færri heldur en kostirnir. Þetta á sér að sjálfsögðu skýringar. Allt er smærra í sniðum og allir þekkja alla. Skólarnir eru smærri, verslanirnar eru færri og smærri og bankinn að sama skapi einnig.

Það var að sjálfsögðu viðbúið að maður þyrfti að venjast því að hér syðra sé ekki allt eins persónulegt, enda allt stærra í sniðum. Engu að síður þá sakna ég þess að vera einn af þeim sem þekkir flesta sem ég hitti í mínu daglega lífi og bjóða þeim sem ég hitti góðan daginn. Með öðrum orðum ég sakna þess að vera stór fiskur í lítilli tjörn.

Sökum þess hvað ég er gamaldags og mikil landsbyggðartútta þá þráast ég við að bjóða fólki góðan daginn og nikka til þeirra sem verða á vegi mínum hvort sem þeir taka undir kveðjuna eða ekki.

Lifi landsbyggðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband