18.9.2008 | 09:06
Ljósastaurar
Ég ók Reykjanesbrautina í gærkvöldi sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að veðrið var vont, rok og rigning að Suðurnesjasið.
Ekki bætti úr skák að ljósastaurarnir á hinni frábæru og margumræddu tvöföldun voru flestir ljóslausir. Í gegnum Hvassahraunið og allt upp á Strandaheiði logaði ekki á einum einasta staur og því gripu fjölmargir til þess ráðs að keyra með háu ljósin. Þegar nær dró heimahögum skánaði ástand lýsingarinnar örlítið en mér finnst vanta furðu marga staura miðað við það að í fyrravetur var þetta málefni tekið fyrir í Reykjavík síðdegis og þá var rætt við einhvern fulltrúa Vegagerðarinnar sem kom fram með innihaldslitlar afsakanir.
Maður hefði haldið að eftir þau slys sem hafa átt sér stað á þessum vegi í gegnum árin - og þau eru sko ekki fá - þá myndu eftirlitsaðilar standa betur að þessum málum
Sussu svei.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.