19.9.2008 | 10:22
Í skóla myllunnar við bakkann
Þá er það komið í ljós að ég verð í það minnsta fram á næsta fimmtudag í Myllubakkaskóla í forföllum frú Ölmu Vestmann. Besta mál og gott að fíla sig ekki sem atvinnulausan á meðan. Reyndar finnst mér þetta bara hálfgert dútl því konan er með það litla kennslu en um leið svolítið krefjandi. Þegar þetta er skrifað er ég t.d. með nemanda í sérkennslu en þar sem þetta er svo góður dagur og ég í svo ljómandi skapi þá leyfði ég honum að fara í tölvuna. Reyndar er hann að vinna námsverkefni á vefnum núna en svo má hann leika sér smá í henni á eftir því hann er svo duglegur.
Að öðrum málum.
Fjölskyldan verður nú árrisulli með hverjum deginum. Allir meðlimir hennar voru komnir út úr húsi og farnir að hreyfa sig kl. 6:30 í morgun. Já klukkan hálf sjö. Trúi því hver sem vill . Bergur hljóp Grænáshringinn inn á Fitjar og svo heim. Andri gekk tvo Gónhóla og við hin sáum um að fréttaþyrstir nágrannar okkar fengju Fréttablaðið inn um bréfalúgurnar sínar á réttum tíma. Hraðinn á okkur er orðinn svo mikill að við sláum tímamet á hverjum morgni næstum því
Svo á bara að taka helgina rólega og reyna að hreyfa sig og gæta að ofátinu ;-)
Ps. Ef veður leyfir ætla ég að sækja heita pottinn í dag og reyna að koma honum fyrir um helgina ef ég fæ einhvern til að sinna rafmagninu við hann. Svo er bara að fara að njóta hans. Við erum nefnilega búin að sakna þess verulega að hafa ekki pott síðan við fluttum að norðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.