21.9.2008 | 23:01
Í helgarlok
Í helgarlok veltir maður oft fyrir sér í hvað helginni hafi verið varið. Því er nú fljótsvarað hér á bæ. Blaðburð, blaðalestur, góðan mat, notalegheit, leti og samveru fjölskyldunnar. Svo merkilegt var það nú ! Að vísu má nú alveg bæta við nokkrum gönguferðum svona til að gæta allrar sanngirni.
Framundan er góð vika. Góð fyrir okkur sem njótum þess að vinna. Góð fyrir okkur sem fáum að hitta góða vini og ættingja í vikunni. Góð vika fyrir okkur sem erum að setja okkur markmið og vinnum að því að framfylgja þeim. Góð vika fyrir okkur sem unnum helgunum að loknum vinnuvikunum.
Spaklega mælt eða maklega spælt eins og Bibba á Brávallagötunni hefði sagt. Talandi um Bibbu finnst mér að það mætti alveg fara að endurflytja blessaða konuna og óborganleg spakmæli hennar.
Hver veit nema að nýja vikan beri eitthvað spennandi í för með sér. Spennandi fyrir þá sem eru að leita að vinnu, hver veit??? Í það minnsta vorum við minnt all rækilega á það á föstudagskvöldið að það er um að gera að njóta nútíðarinnar því við vitum engan veginn hvað framtíðin ber í skauti sér og að það þýðir ekki að súta fortíðina.
Góða vinnuviku.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.