23.9.2008 | 15:02
Í fréttum er þetta helst!!!
-Finnskur framhaldsskólanemi drap 10 skólasystkini sín áður en hann fargaði sjálfum sér.
-Íslensk kona stungin til bana í Dóminíska lýðveldinu.
-Vitni óskast að líkamsárás í Reykjanesbæ á Ljósanótt.
-Benjamín Þór handrukkari krefst skaðabóta.
-90 skólabörnum rætt í Kongó.
-250 tilkynningar um grun um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.
-Tveir unglingar dæmdir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum.
-Óttast ofsóknir fyrrum maka.
-Fékk innbrotsþjóf inn á gafl.
-Illvigar deilur frjálslyndra.
-Uppsagnir hjá Íslandspósti.
-Hópslagsmál á Akureyri.
-Tugþúsundir ungbarna veiktust.
-Sértrúarsöfnuður grunaður um barnaníð.
Hvað er eiginlega í gangi í heiminum???
Svo er maður að kvarta yfir atvinnuleysi!!! Það telst nú varla til tíðinda miðað við þessar fyrirsagnir. Er það nokkur furða að við séum að drukkna úr bölsýni og áhyggjum þegar allir fjölmiðlar landsins eru stútfullir af neikvæðum fréttum úr veröldinni?
Væri ekki rétt að taka upp léttara hjal og blessa blessaða rigninguna hér syðra sem sér til þess að við búum ekki við vatnsskort og skrælnaðan gróður.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Skyldi það ekki líka eiga við þjóðarsálartetrið??? Óli Stefáns neitaði að taka sér í munn neikvæð orð á Ólympíuleikunum í Kína og sagði bara bíbb í staðinn, eins og frægt varð. Ég segi bara bíbb á allar neikvæðar fréttir dagsins.
Lifi jákvæðnin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.