24.9.2008 | 21:22
Wild Hogs
Á meðan ég undirbý síðasta kennsludaginn í þessari lotu þá horfir IP á töffarana í Wild Hogs. Stefnan hjá mér var að taka mótorhjólaprófið í sumar og fjárfesta í hjóli. Hjörtur Geir er alveg ferlega vonsvikinn yfir framtaksleysi föðurins, en ég er búinn að lofa honum að ganga í málið með hækkandi sól og fækkandi kílóum.
Í dag var Norræna skólahlaupið haldið í Myllubakkaskóla. Gaman að sjá aðra hlið á krökkunum en þau sýna í kennslustofunni dags daglega. Nokkrir nemendur komu mér á óvart með því að taka þetta létt og hlaupa allt upp í 10 km. All flestir í góðu skapi en nokkra þurfti að hvetja meira en aðra og sumir sátu bara heima til þess að þurfa ekki að taka þátt
Vonbrigði dagsins voru að Árni Freyr fékk ekki að spila með í leiknum hjá U17 á Skaganum í dag og að þeir skyldu tapa leiknum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.