Sitt sýnist hverjum

Mörg spakmæli eru til sem innihalda það sama og ofangreind fyrirsögn. Í fréttum þessa dagana má lesa þetta spakmæli út úr mörgum fyrirsögnum þeirra. BB og lögreglustjórinn tala algjörlega í kross um samskipti sín á undanliðnum árum. Davíð og Geir hafa eina sýn á þjóðnýtingu Glitnis (Skitnis) en Jón Ásgeir og félagar hans hafa aðra sögu að segja af sama atburði. Það er alveg á hreinu að það sem gerist í reykfylltum bakherbergjum (vitnað í skemmtikraftinn og snillinginn Guðna allsherjargoða Ágústsson) kemur sjaldnast óbrenglað fyrir almennings sjónir.

Ég held að í þeim ólgusjó sem virðist geysa í þjóðlífinu um þessar mundir sé hverjum manni réttast að fara hljóðlega og hafa hljótt því æsifréttamennskan ríður ekki við einteyming og kappið er svo mikið að missagnir og mistúlkanir spilla fyrir einföldum samskiptum.

Forsíðuslagorðin eru líka eitt sem pirrar mig. Hvað varðar mig um það hvort einhverjir af svokölluðu fræga og fína liði sé að skilja og mér finnst fáránlegt að kenna kreppunni um það.

Eiður Smári fékk jet ski frá frúnni - og hvað með það. Ekki hef ég fengið jet ski frá minni frú en uni bara samt glaður með mitt og ekki síst með frúna. Sveinn Andri með six pack í sundi!!! Frábært hjá honum en hvað káfar það upp á okkur hinar feitubollurnar??? Ásdís Rán með æxli í móðurlífi - aumingja hún verð ég bara að segja. En það sama á við um fjölmargar aðrar konur á landinu sem ekki hafa ratað í forsíðufréttir en hafa drýgt sínar hetjudáðir hljóðar og án þess að bera þær á torg.

Er ekki að verða komið nóg???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Sendum afmælisbarni dagsins kærar kveðjur. Til hamingju með daginn Bergur Óli

Kveðja frá Drekavallagenginu.

Nonni (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband