Bloggleti

Kvartanir hafa borist undirrituðum vegna bloggleysis á þessari síðu.

Sannleikurinn er bara sá að ég hef engan veginn verið í neinu bloggstuði síðustu dagana. Það sem veldur þessu óstuði eru svik sem væntanlegir/fyrrverandi vinnuveitendur gerðu mér sl. laugardag.
Ég sem var bara í góðum gír að grilla uppi í sumarbústað fékk símtal frá þjónustustjóranum þar sem hann greindi mér frá því að hann gæti ekki staðið við ráðninguna frá því á hádegi á fimmtudag þegar hann handsalaði hana við mig. Hann gat að sjálfsögðu talið upp fjölda ástæðna fyrir þessari ráðstöfun sem hljómuðu ekki mjög vel í mín eyru. Kannski var ég bara svona neikvæður??? Hann sagðist heldur ekki getað staðið við aðrar ráðningar sem hann hefði framkvæmt og að þessi tilskipun kæmi að ofan.

Það þarf ekki að spyrja að því að enn einn ganginn hrundu himnarnir yfir mig líkt og Aðalrík forðum í Ástríki og Steinríki. Þessi frábæra sumarbústaðaferð var allt í einu orðin að vonbrigðaferð. Ég sem var svo ánægður með þessa ráðningu og þau orð sem þeir höfðu látið falla í minn garð. Snöggt skipast veður í lofti á þessum síðustu og verstu tímum. Það var huggun harmi gegn að vera umvafinn góðum vinum og fjölskyldunni.

Á mánudagsmorguninn hafði ég svo samband við Steinar aðstoðarskólastjóra í Myllubakkaskóla og lét hann vita af því að ég væri á lausu og hann greip útrétta hönd mína samstundis og því er ég í kennslu þessa dagana fyrir Gumma Steinars sem fór út með landsliðinu. Svo tekur við meiri kennsla ef ég vil. Stjórarnir í Myllu hafa boðið mér ráðningu út veturinn og er ég að hugsa málið því mig langaði að vinna við eitthvað allt annað en þetta. En kannski er það bara málið að stökkva á kennsluna þar sem ekki er um auðugan garð að gresja í vinnumálum og þjóðarskúta alveg að fara í hliðina.

Það eina sem ég velti fyrir mér með bílaleiguna er að í morgun þegar ég keyrði mína heittelskuðu í vinnuna þá sat í afgreiðslunni drengurinn sem var ráðinn um leið og ég og virðist sem ekki hafi verið þörf á að ganga á bak ráðningu hans, nema þeir eigi bara líka eftir að skjóta hann í bakið.

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er stendur einhversstaðar. Jákvæðnin hefur sem sagt ekki verið að þjaka mig sl. daga og margt þotið á leifturhraða í gegnum hausinn á mér til að leysa þessi atvinnuvandræði og hafa nægar tekjur til að geta framfleytt mér og mínum.

En koma dagar og koma ráð. Við erum alla vega ánægð með að IP heldur sinni vinnu þó svo að hinir háu herrar vilji ekki sjá hennar ektamann í vinnu hjá sér.

Allt er þegar þrennt er. Ég er nú þegar búinn að fá tvær hafnanir frá þessu fyrirtæki. Ég held að ég sé nú ekki svo heimskur að ég reyni aftur til að fá eina höfnunina enn Frown því ég er ekki mikið fyrir kvalalosta (BDSM)

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra frá þér Þorri minn. Þú kennir bara þar til eitthvað annað dúnkar upp.

Kveðja frá Réttarholtsveginum.

Erna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ferlega fúlt að heyra þetta.  En það kemur eitthvað annað upp í hendurnar á þér strákur.  Þú kennir bara þangað til að úr rætist.  Ert bara lánsamur að komast í þó í það í bili

Kv Haddý og co.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband