Í lífsins ólgusjó

Í þeim ólgusjó sem einkennt hefur íslenskt þjóðlíf síðustu daga er gott að finna sér nóg að gera. Best er að finna verkefni sem fjölskyldan getur unnið saman. Við fórum eftir þessu í dag og ruddum út úr bílskúrnum og inn í hann aftur. Árangurinn varð full kerra af drasli, fullur bíll af flöskum og dósum og hreinn og fínn bílskúr sem hægt er að ganga um. Markmiðið var að gera skúrinn svo fínan að við gætum sett fjölskyldubílinn inn þegar illa viðrar en það vantar herslumuninn á því reiðhjólið og vespan taka sitt pláss.

Svo er búið að raka laufi af pallinum, undirbúa niðursetningu heita pottsins, baka marengstertur og sitthvað fleira fyrir tengdóið í Mosó sem ætlar að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmælið á morgun með vinum og vandamönnum. Ótrúlegt hvað þetta endist hjá foreldrum okkar Wink Við erum reyndar hálfnuð upp í þennan aldur, því næsta sumar ætlum við að fagna 20 árum, ef Guð lofar og íslenskt efnahagslíf kemst aftur á rétt ról. Þá verður sko gleði.

Fréttir af vinnumálum eru þær helstar að ég er búinn að ráða mig í Myllubakkaskóla til vors. Fyrst um sinn verð ég í afleysingum en svo tek ég við 6. bekk þegar kennari þeirra fer í fæðingarorlof. Maður getur víst bara þakkað fyrir að fá vinnu eins og ástandið er þessa dagana.

Annars gengur bara vel á danska kúrnum sem er að verða sameiginlegt fósturbarn okkar hjóna og það sem fær mesta athygli og umræðu þessa dagana. Á mánudaginn kemur svo í ljós hverju þessi vika hefur skilað í þyngdartapi. Hvernig sem það fer þá erum við búin að vera ótrúlega dugleg og einbeitt. Enda líður okkur vel af þessu sífellda grænmetis-, ávaxta-, vatnsdrykkjunarti.

Verið góð hvert við annað og munið eftir smáfuglunum Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband