12.10.2008 | 21:53
Sjálfhverfni fólks
Eitt af því sem pirrar mig í samskiptum við fólk er sjálfhverfni þess. Í gegnum árin er eins og ég hafi laðast að sjálfhverfu fólki. Kannski er ég líka svona sjálfhverfur án þess að sjá það sjálfur, hver veit?
En alla vega þá má ég til með að koma með dæmi máli mínu til stuðnings. Eins og ég hef verið að rekja hér á síðunni þá hef ég gengið í gegnum ákveðið ferli í atvinnuleit og upplifað hafnanir í þeim efnum. Stærsti skellurinn var fyrir rúmri viku þegar ég fékk upphringinuna upp í bústað þar sem mér var tjáð að ég þyrfti ekki að mæta í vinnuna sem rétt svo var búið að ráða mig í. Þetta hefur setið svolítið í mér og ég átt erfitt með að kyngja þessari höfnun þó svo að viðkomandi viðráðendur hafi sennilega góðar og gildar ástæður fyrir þessu. Nú, engu að síður þá var ég spurður út í atvinnumálin á föstudagskvöldið í góðra vina hópi. Ég ákvað að gera nú ekki of mikla dramatík úr þessu heldur bara segja frá þessu eins og það var, því þessi mál eru hjóm eitt miðað við það sem er í gangi hjá mörgum þessa dagana. Þegar ég var rétt að byrja að segja frá þessari meðferð þá grípur ein góð kona fram í fyrir mér og segir: Þetta er eins og með bróður minn.... svo kom svaka romsa um það í hverju bróðir hennar, sem enginn viðstaddra þekkti, hafði lent í fyrir ári síðan. Þar með dó þessi auma umræða og eftir sat ég með orð á vörum um það að ég væri nú samt sem áður svo heppinn að vera kominn með vinnu við kennslu. En þau orð dóu bara þar sem þau fæddust.
Ég get nefnt fjömörg svona dæmi um það hversu margir hafa lent í miklu verri hlutum en aðrir og sumir virðast alltaf fá verstu flensuna, tapa mestu, eiga erfiðast og svo framvegis og svo framvegis.
Héðan í frá ætla ég að hætta að pirra mig yfir þessu. Ég ætla að snúa blaðinu við og hlægja að þeim sem hafa þennan sið og passa mig að lenda ekki í þessu sama
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djöfull er ég sammála þér.......... Ekki það að ég ætli að vera að væla því þetta gæti verið svo miklu verra en það í rauninni er.
Baráttukveðjur af Drekavöllunum
Nonni (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.