15.10.2008 | 09:32
Danska fósturbarnið
Jæja, það gengur aðeins betur með danska fósturbarnið og vonandi eru kílóin að fjúka með bættri hegðun þess. Aðalbreytingin er sú að IP hefur tekið yfir stjórnina og matseldina og mælir og vigtar nákvæmlega hvað má og hvað ekki. Það hvessir nú reyndar reglulega yfir þessu óskabarni dönsku þjóðarinnar en eins og í veðrinu þá lygnir nú alltaf fljótt aftur. Í Hrútafirði segja menn að þar sé ekki rok eins og margir vilja halda fram heldur fer lognið mishratt yfir. Sennilega er það þannig hjá okkur
Dugnaðurinn í okkur ríður ekki við einteyming því við sprettum upp úr bælinu fyrir almennan fótaferðartíma og örkum með málgagn jafnaðarmanna í húsin í hverfinu. Svo reynum við að taka ark seinni partinn ef tími er til.
Þetta hlýtur að skila árangri, í betra skapi ef ekki vill betur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.