17.10.2008 | 13:35
Sesam opnist þú!
Að baki mér hljómar þessi setning reglulega: "Sesam opnist þú" því kennari bekkjarins sem ég er að kenna núna hafði lofað þeim að horfa á Ali Baba í lok skóladagsins þar sem þau höfðu nýlokið við að lesa söguna. Þetta eru þvílíkir erkienglar og vilja öll leggja sitt af mörkum til að koma mér sem allra best inn í starfið.
Það vær nú gott að geta haft slíkan töframátt eins og finna má í ævintýrunum og geta yfirstigið öll þau vandamál sem á manni dynja. Þegar ég var lítill var Skuggi uppáhaldsteiknimyndaserían mín. Skuggi var í Tímanum og gott ef ekki er þá er hann ennþá í einhverju blaðanna. Annars finnst mér gelgjan í Fréttablaðinu lýsa ástandinu heima hjá mér best því þar eru kunnugleg viðfangsefni á ferð.
Ég var að pæla í að senda alla strákana okkar í box eða einhverja aðra bardagaíþrótt því þeir slást og fljúgast á öllum stundum og virðist sá máti vera orðinn þeirra húmor og samskiptamáti þeirra í milli. Allt í góðu engu að síður.
Svo er bara að visitera kjúklinginn á sjúkrahúsinu og halda svo glaðbeittur (blaðgeittur) inn í faðm helgarinnar.
Góða helgi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.