19.10.2008 | 21:22
Í helgarlok
Í helgarlok er gott að líta yfir liðna viku um leið og maður leggur drög að nýrri.
Vikan er í heildina búin að vera mjög góð. Skipti á forfallabekkjum og líst vel á að vera kominn í 6. bekk. Góðir krakkar sem ég hlakka til að vinna með. Svo er líklegt að ég taki fyrr en áætlað var við hinum 6. bekknum ef kennarinn þeirra er að verða óvinnufær.
Við merkjum ekki mikil kreppueinkenni enn sem komið er. Kannski starfar það af því að við höldum mest til heima fyrir og lifum að mestu bara lágt. Skruppum reyndar í smá snúninga í höfuðborgina í gær og þar voru engin kreppueinkenni á þeim stöðum þar sem við bárum niður. Fólk var í óða önn að versla og skoða eins og oftast áður.
IP skrapp í vinnupartý í gærkvöldi. Þar voru samkomnir þeir sem starfa á þessum tveimur starfsstöðum hér suður frá. Eitthvað hefur samkoman vakið litla hrifningu því ég var látinn sækja frúna á kristilegum tíma, en þá var veislan bara rétt að byrja hjá sumum.
Í dag hefur verið gestkvæmt og gaman að fá fólkið sitt og spjalla og skiptast á skoðunum.
Nýja vikan leggst bara vel í mig og ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Mesti spenningurinn er að fá að vita hversu vel danska fósturbarnið hefur hagað sér í sl. viku.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitta fyrir innlitið
Kveðjur að norðan
Gunni Sveins og fjölskylda (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.