20.10.2008 | 20:06
Danska fósturbarnið
Danska fósturbarnið okkar hjóna hefur snarbætt hegðun sína. Húrra fyrir því. Það eru sem sagt gleðifréttir dagsins
Sorgarfréttir dagsins eru þær að samdrátturinn sem skrifað var um í síðustu færslu er í vinnunni hjá IP. Bílaleigan er í aðhaldsaðgerðum og þarf að segja upp fólki og hagræða. Til þess að komast hjá fækkun starfsfólks á skrifstofunni er nokkrum gert að minnka við sig vinnuhlutfallið í 80%. Þetta kemur illa við okkur og varla er endalaust hægt að hagræða og spara. En við komumst í gegnum þetta samt. Með góðu eða illu. Í það minnsta erum við bæði enn í vinnu þó svo að um skerta sé að ræða. Við teljumst sæmilega heilbrigð (að okkar mati!!!) og eigum hvort annað, skjól yfir höfuðið og yndislega syni sem leggja sitt af mörkum til að við höldum haus. Þeir hafa reyndar verið að kljást við slappleika en mér sýnist að það sé að færast í rétt horf. Aldrei slíku vant var það Bergur Óli sem var ekki lasinn meðan hinir lágu.
Veturinn minnir á sig með kulda og éljagangi. Við létum það þó ekki fá á okkur heldur gengum ótrauð alla leið vestur í Gróf að sinna fósturbarninu og afþökkuðum meira að segja skutl heim hjá afmælisbarninu henni Unni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.