1. vetrardagur

Þá er sumarið á enda runnið og kemur aldrei aftur. Kannski sem betur fer segja sumir. Hamfarasumar og hamfarahaust í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það virðist verða erfitt að draga til ábyrgðar þá sem tjölduðu stærstu seglunum og bárust mest á. Við hin, hinn sauðsvarti almúgi, megum axla byrgðarnar og greiða fyrir stærsta fyllerí Íslandssögunnar. Ef ég ætti þess kost þá myndi ég vilja flytja úr landi og hefja nýtt líf annarsstaðar. Ég þekki nokkra sem hafa komið sér vel fyrir í Noregi og Danmörku. Hver veit nema að þessi litla ósk verði að veruleika einn daginn.

Í gærkvöldi tapaði ég færslu sem ég var að skrá á síðuna. Hún fjallaði um upplifun mína við að vinna í frístundaskóla Myllunnar. Hvílík og slík upplifun. Gamli einræðisherrann og herforinginn skyldi ekkert í hamaganginum og agaleysinu sem ég held reyndar að hafi stafað af umgjörðinni og aðstæðunum sem þarna hafa verið skapaðar. Reyndar heyri ég að þetta sé ansi víða svona. Ég hef þá trú að það væri hægt að gera svo skemmtilega frístundaskóla víðs vegar ef rétt væri að staðið og sett upp umgjörð og prógramm sem væri í senn krefjandi og afþreyjandi fyrir þessi litlu skinn sem mega dúsa þarna meðan mamma og pabbi (ef hann er til staðar) klára vinnudaginn sinn.
Mikið skelfingar lán var yfir manni að þurfa aldrei að láta okkar stráka dveljast í svona gæslu. Reyndar vorum við með vísi að frístundaskóla í tvo vetur á Laugarbakka þegar Vilmar í Dæli og Magnús á Stóru Ásgeirsá fengu að vera hjá okkur eftir skóla á meðan þeir biðu eftir æfingum í íþróttahúsinu, þannig að við erum með smá reynslu af svona vinnu.

Í gær var hvíslað að mér að við hjónin ættum að taka að okkur fósturbörn eins og eina helgi í mánuði, vera nokkurs konar stuðningsfjölskylda fyrir þau. Kannski er þessi hugmynd ekki svo vitlaus. Ef um semst verður hún kannski skoðuð nánar, enda var ég að auglýsa eftir aukavinnu til að láta enda ná saman.

Gleðilegan vetur. Vona bara að hann verði ekki snjóþungur því ég er búinn með minn skammt af snjó og fjúki. Það er kannski þess vegna sem ég er svag fyrir að flytja úr landi Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband