29.10.2008 | 19:53
Breytingar
Eins og flestir sem mig þekkja er ég frekar fastheldinn og lítið fyrir breytingar. Engu að síður tekst ég á við breytingar í stórum stíl þessa dagana. Ég er búinn að vera í afleysingu í 6. MF í Myllunni og bara líkað vel. Lífið er að ná góðum brag þarna inni og ekki yfir neinu að kvarta. En viti menn. Í dag kom í ljós að ég er að hætta með þennan bekk og taka við öðrum 6. bekk og núna sem umsjónarkennari til vors. Mér líst bara vel á þennan bekk en hefði viljað klára þau verkefni sem ég er með í hinum bekknum, en þau verða bara að bíða betri tíma
Núna á að skunda á þvottastöð og nota hlákuna til að vaska mestu seltuna af farartækinu í öruggum akstri Bergs Óla sem stendur sig mjög vel í umferðinni.
Núna virðast margir vera að loka bloggum sínum sökum skítkasts og bulls frá óvönduðum aðilum, en ég held áfram ótrauður enda ekki fengið nein viðbrögð við mínu bulli í líkingu við það sem þetta ágæta fólk hefur mátt sitja undir.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar og sumir ættu að passa sig að kasta ekki steinum úr glerhúsi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.