Börn og fósturbörn

Af börnum er allt gott að frétta og fósturbörnum einnig.

B.Óli ók í fyrsta skipti til höfuðborgarinnar og eilítið lengra en það í gærkvöldi með æfingaakstursmiðann á mömmubílnum. Aksturinn gekk í alla staði mjög vel og Ólinn með góða yfirsýn og sallarólegur með meirihluta fjölskyldunnar í bílnum. Aðstæðurnar voru sunnlenskar, rigning og suddi.

Danska fósturbarnið stendur sig mjög vel og má segja að við höfum náð prýðisgóðum tökum á því síðustu vikuna og árangurinn eftir því Grin Engar tölur verða þó gefnar upp að sinni en þegar ákveðnum áfanga verður náð þá verður kjaftað frá - og ef svo gengur sem hingað til þá er ekki langt í það.

Við erum að vona að við fáum fósturprinsessuna til okkar á fimmtudagskvöldið ef allt gengur eftir. Fröken systurdóttir ætlar að koma til dvalar í smá tíma meðan mamma hennar sinnir ástmanninum.

Spennandi tímar framundan í myrkri og skítaveðri nóvembermánaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergur Óli góður, til hamingju með æfingaraksturinn. Það væri nú í lagi að kíkja á Réttarholtsvegin þegar haldið er í bæinn. Kveðja Erna

Erna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Helga Dóra

Líst vel á þetta danska fósturbarn..... Vonandi gengur áfram vel......

Helga Dóra, 6.11.2008 kl. 16:40

3 identicon

He he ætlaði að kvitta í gestabókina en kunni ekki við það þv´´i ég hafði sjálf skrifað síðast.

Gaman að fylgjast með ykkur og vonandi bara að við hittumst fljótlega.

Knús á alla strákana he he fjóra og síðast en ekki síst á frú pedersen

haddy (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband