Fröken systurdóttir

Fyrir þá sem ekki vita þá gengur fröken Marhissa Kristín undir þessu gælunafni hér á H4. Þetta kallaði hún sig sjálf við Ingunni einhverju sinni þegar hún vildi vita tengsl þeirra frænkna. Fröken systurdóttir er sem sagt mætt og litar heimilishaldið á sinn hátt eins og vanalega. Hér er nefnilega vaninn að hún hefur alla í vasanum og allir snúast í kringum hana. Engu að síður er hún á allan mögulegan hátt hreint og beint yndisleg og sýnir eingöngu sínar bestu hliðar. Við þekkjum ekki aðrar hliðar á henni en þær sem hún sýnir okkur hér og gleðjumst yfir því að eiga svolítið í henni. Maður vaknaði nú reyndar allur lurkum laminn í morgun því frökenin sefur að sjálfsögðu uppí og við erum fyrir löngu komin úr allri þjálfun í þeim málum, eins og gefur að skilja.

Á morgun er fyrirhugað að kíkja á Lego-keppnina í Öskju. Þar er Hjörtur Geir að taka þátt í skemmtiatriði Njarðvíkurskóla með því að spila á trommur í frumsömdum blús sem ber víst nafnið Nauðgun  Cool

Svo þarf að fara yfir heimavinnu, próf og slíkt fyrir nýja vinnuviku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband